Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 114
Hanna Ragnarsdóttir og Halla Jónsdóttir
viðhorfakönnuninni. Eins og áður hefur
komið fram var nemendum 18 ára og eldri
í þessum skólum boðið að taka þátt í rann-
sókninni og alls svöruðu 904 nemendur
viðhorfakönnuninni, 491 stúlka (54,3%) og
413 (45,7%) piltar.
Niðurstöður
Hér verður fjallað um bakgrunn þátt-
takenda og niðurstöður úr viðhorfakönn-
uninni sem snúa að margbreytileika og
samskiptum, viðhorfum til fjölmenningar-
samfélagsins, uppruna, tungumálum og
trúarbrögðum, svo og viðhorfum til eigin
styrks og eineltis.
1. taf la - Þjóðerni/uppruni foreldra
Fjöldi %
Island 806 89,15
Island/Noröurlönd 25 2,8
Island/Önnur Evrópulönd 27 3,0
island/Bandaríkin og Kanada 8 0,9
Island/Aörir heimshlutar 15 1,7
Evrópa 11 1,2
Asía 5 0,6
Suöur-Ameríka 4 0,4
Svarar ekki 3 0,3
Samtals 904 100,0
Þátttakendur
í 1. töflu er þjóðerni eða uppruni foreldra
þátttakenda dregið saman í nokkra megin-
flokka eftir heimsálfum. Foreldrar 89,15%
þátttakenda eru íslenskir að uppruna, en
3% þátttakenda eiga annað foreldri af ís-
lenskum uppruna en hitt foreldrið frá öðru
Evrópulandi. 2,8% þátttakenda eiga annað
foreldri af íslenskum uppruna en hitt for-
eldrið er annars staðar af Norðurlöndum.
Aðrir flokkar eru mun fámennari eins og
sjá má í 1. töflu.
Séu þátttakendur flokkaðir eftir móður-
máli/máli töluðu á heimili kemur í ljós að
móðurmáli þátttakenda má skipta í nokkra
meginflokka eftir landssvæðum. Á heim-
ilum 92,1% þátttakenda er töluð íslenska,
en á heimilum 5,9% þátttakenda er töluð
íslenska og annað Norðurlandamál eða
annað Evrópumál. Flokkar annarra tungu-
mála talaðra á heimilum þátttakenda eru
mun fámennari, íslenska og annað Evr-
ópumál á 4% heimila, íslenska og Asíumál
á 0,2%, eingöngu Asíumál á 0,2% heimila
og loks eingöngu Evrópumál annað en ís-
lenska á 1,1% heimila.
Þegar litið er á þátttakendur eftir trú-
félagsaðild segjast 59,3% þátttakenda til-
heyra þjóðkirkjunni eða kristinni trú, en
23,8% þátttakenda segjast vera utan trú-
félaga eða trúlaus. 6,6% þátttakenda segj-
ast tilheyra öðrum trúfélögum eða trúar-
brögðum en kristni.
Af þessu má sjá að þátttakendur eru
fjölbreyttur hópur hvað varðar uppruna,
tungumál og trúarbrögð þó að langstærstu
hóparnir séu íslenskir að uppruna, tali ís-
lensku á heimili sínu og segist tilheyra
þjóðkirkjunni eða vera kristinnar trúar.
Mikilvægt er að taka fram varðandi trú-
félagsaðild að tæplega 10% þátttakenda
eða 89 einstaklingar svara ekki fullyrðingu
um trúfélagsaðild og gæti það þýtt að þeir
vissu ekki hvaða trúfélagi þeir tilheyrðu,
hafi átt erfitt með að svara eða ekki viljað
það.
Ótti og einelti
Hér verður fjallað um svör þátttakenda
við fullyrðingunum í viðhorfakönnuninni