Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 115
Samskipti ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi
er snerta ótta við kröfur sem gerðar eru
til þeirra í skólanum, varðandi einelti,
bæði ástæður eineltis og hættuna á að þau
lendi í einelti, um ótta við að verða sér til
skammar, að geta orðið óvinsæl og að tapa
trúnaði vina sinna.
Fyrst er hér fullyrðingin Ég óttast að
standast ekki kröfur sem gerðar eru til mín
í skólanum.
2. tafla Ég ótlast að standast ekki kröfur sem
gerðar eru til min i skólanum.
Fjöldi %
Mjög sammála 139 15,5
Frekar sammála 278 30,9
Frekar ósammála 262 29,1
Mjög ósammála 180 20,0
Veit ekki 40 4,4
Svarar ekki 5 0,6
Þegar skoðaðar eru niðurstöður úr 2.
töflu hér að framan kemur í ljós að tæp-
lega helmingur eða 46,4% þeirra sem af-
stöðu taka til fullyrðingarinnar Ég óttast
að standast ekki kröfur sem gerðar eru til
mín í skólanum eru mjög eða frekar sam-
mála. Aðeins fleiri, eða 49,1%, eru frekar
eða mjög ósammála fullyrðingunni. Þetta
er athyglisvert í ljósi þess að hér er um að
ræða nemendur sem eru á öðru ári í fram-
haldsskóla og sumir eru komnir lengra í
námi. I ljósi þessa mætti álykta að óöryggi
nemenda er þeir byrja í framhaldsskóla
gæti verið mikið.
Þegar framhaldsskólanemendur voru
beðnir að taka afstöðu til fullyrðingarinnar
Ég óttast að geta orðið mér til skammar
skiptast svörin nokkuð í tvö horn. Mjög
eða frekar sammála eru 42,6% svarenda
en nokkuð fleiri eða 52,5% eru frekar eða
mjög ósammála.
3. tafla Et nemandi er lagður i einetti vegna útlits
eða klæðaburðar getur hann sjálfum sér um kennt
Fjöldi %
Mjög sammála 17 1,9
Frekar sammála 20 2,2
Frekar ósammála 120 13,3
Mjög ósammála 730 81,2
Veit ekki 12 1,3
Svarar ekki 5 0,6
í 3. töflu eru sýndar niðurstöður fullyrð-
ingarinnar Ef nemandi er lagður í einelti
vegna útlits eða klæðaburðar getur hann
sjálfum sér um kennt. Einungis 4,1% svar-
enda er mjög eða frekar sammála þessari
fullyrðingu. Hins vegar er mikill meiri-
hluti, eða 94,5%, frekar eða mjög ósam-
mála og þar af rúm 80% sem eru mjög
ósammála. Svipaðar niðurstöður sjást þeg-
ar spurt er um afstöðu til fullyrðingarinnar
Sá sem er hafður útundan getur sjálfum
sér um kennt. 90% svarenda eru frekar
eða mjög ósammála og einungis 6% eru
mjög eða frekar sammála. Athygli vekur
að nokkuð fleiri telja að sá sem hafður er
útundan geti kennt sjálfum sér um en sá
sem lagður er í einelti vegna klæðaburðar
og útlits.
4. tafla Ég óttast að verða tyrir einelti
Fjöldi %
Mjög sammála 33 3,7
Frekar sammála 77 8,6
Frekar ósammála 227 25,4
Mjög ósammála 521 58,3
Veit ekki 36 4
Svarar ekki 10 1
Tæplega 4% svarenda óttast einelti og
tæplega 9% óttast það nokkuð. Þetta er
113