Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 125
Ritrýnd grein
Timarit um menntarannsóknir /
Journal of Educational Research (lceland) 10, 2012,123 -140
Líðan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda
í 5.-7. bekk grunnskóla í frístundastarfi:
Samanburður á svörum barna
eftir móðurmáli töluðu heima
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
Háskóli íslands
I greininni er fjallað um helstu niðurstöður könnunar Rannsóknar og greiningar (Hrefna
Pálsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jón Sigfússon og Álfgeir Logi Kristjánsson, 2011) um
líðan, félagsleg tengsl og þátttöku nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla í frístundastarfi út frá
móðurmáli þeirra. Spurningakönnunin var lögð fyrir alla nemendur í 5. til 7. bekk grunn-
skóla á íslandi í febrúar 2011. Greinin byggist á sérstakri úrvinnslu gagna út frá móðurmáli
nemenda1. Svör barnanna eru borin saman eftir tungumáli töluðu heima, annars vegar: a)
eingöngu íslenska er töluð heima, b) íslenska auk annars móðurmáls er töluð heima og
c) eingöngu annað móðurmál en íslenska er talað heima. í niðurstöðum kemur fram að
munur er á svörum eftir móðurmáli barnanna. Helstu niðurstöður eru þær að börn með
annað móðurmál en íslensku standa höllum fæti félagslega, þeim líður verr en jafnöldrum,
er frekar strítt, þau eru minna samvistum við jafnaldra og eiga færri vini. Þau taka síður
þátt í skipulögðu frístundastarfi og æfa sjaldnar ef þau taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi.
Þau æfa dans og skák af sama kappi og aðrir jafnaldrar. Stígandi virðist vera í öllum
mælingunum, þannig að ef annað móðurmál en íslenska er talað heima hefur það áhrif á
líðan, félagsleg samskipti og þátttöku í frístundastarfi. Skýr tengsl koma fram í þá veru að
ef annað foreldrið talar annað móðurmál en íslensku eru tvöfalt meiri Ifkur á vanlíðan og
stríðni og enn meiri líkur ef eingöngu annað móðurmál en íslenska er talað heima.
'Frístundamiðstöðin Kampur fékk styrk frá Innflytjendaráði, sem er undir Velferðarráðuneytinu, til úr-
vinnslu gagna úr könnun Rannsðknar og greiningar sem lögð var fyrir í febrúar 2011.
Hagnýtt gildi í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur skýrt fram að börn með annað móðurmál
en íslensku standa höllum fæti félagslega. Sambærilegar visbendingar hafa komið fram í
niðurstöðum annarra rannsókna, bæði hérlendis (Hanna Ragnarsdóttir, 2007, 2008, 2011;
Sólveig H. Georgsdóttir og Hallfríður Þórarinsdóttir, 2008; Þóroddur Bjarnason, 2006, 201 Oa,
201 Ob) og erlendis (Brooker, 2002; Hernandez, 2004; Nieto, 2010; Ogbu, 2003; Valdés, 1996).
Ljóst er að huga verður að þvi hvernig bæta má félagslega stöðu barna með annað móðurmál en
íslensku, m.a. með því að hvetja þau til þátttöku i tómstundastarfi. Niðurstöður rannsóknarinnar
gefa visbendingar um hvar helstu brotalamir er að finna í tómstundastarfinu og á grundvelli þeirra
má gera umþætur á umhverfi tómstundastarfsins og auka samvinnu við foreldra barnanna.
123