Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 125

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 125
Ritrýnd grein Timarit um menntarannsóknir / Journal of Educational Research (lceland) 10, 2012,123 -140 Líðan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla í frístundastarfi: Samanburður á svörum barna eftir móðurmáli töluðu heima Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir Háskóli íslands I greininni er fjallað um helstu niðurstöður könnunar Rannsóknar og greiningar (Hrefna Pálsdóttir, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jón Sigfússon og Álfgeir Logi Kristjánsson, 2011) um líðan, félagsleg tengsl og þátttöku nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla í frístundastarfi út frá móðurmáli þeirra. Spurningakönnunin var lögð fyrir alla nemendur í 5. til 7. bekk grunn- skóla á íslandi í febrúar 2011. Greinin byggist á sérstakri úrvinnslu gagna út frá móðurmáli nemenda1. Svör barnanna eru borin saman eftir tungumáli töluðu heima, annars vegar: a) eingöngu íslenska er töluð heima, b) íslenska auk annars móðurmáls er töluð heima og c) eingöngu annað móðurmál en íslenska er talað heima. í niðurstöðum kemur fram að munur er á svörum eftir móðurmáli barnanna. Helstu niðurstöður eru þær að börn með annað móðurmál en íslensku standa höllum fæti félagslega, þeim líður verr en jafnöldrum, er frekar strítt, þau eru minna samvistum við jafnaldra og eiga færri vini. Þau taka síður þátt í skipulögðu frístundastarfi og æfa sjaldnar ef þau taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Þau æfa dans og skák af sama kappi og aðrir jafnaldrar. Stígandi virðist vera í öllum mælingunum, þannig að ef annað móðurmál en íslenska er talað heima hefur það áhrif á líðan, félagsleg samskipti og þátttöku í frístundastarfi. Skýr tengsl koma fram í þá veru að ef annað foreldrið talar annað móðurmál en íslensku eru tvöfalt meiri Ifkur á vanlíðan og stríðni og enn meiri líkur ef eingöngu annað móðurmál en íslenska er talað heima. 'Frístundamiðstöðin Kampur fékk styrk frá Innflytjendaráði, sem er undir Velferðarráðuneytinu, til úr- vinnslu gagna úr könnun Rannsðknar og greiningar sem lögð var fyrir í febrúar 2011. Hagnýtt gildi í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur skýrt fram að börn með annað móðurmál en íslensku standa höllum fæti félagslega. Sambærilegar visbendingar hafa komið fram í niðurstöðum annarra rannsókna, bæði hérlendis (Hanna Ragnarsdóttir, 2007, 2008, 2011; Sólveig H. Georgsdóttir og Hallfríður Þórarinsdóttir, 2008; Þóroddur Bjarnason, 2006, 201 Oa, 201 Ob) og erlendis (Brooker, 2002; Hernandez, 2004; Nieto, 2010; Ogbu, 2003; Valdés, 1996). Ljóst er að huga verður að þvi hvernig bæta má félagslega stöðu barna með annað móðurmál en íslensku, m.a. með því að hvetja þau til þátttöku i tómstundastarfi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa visbendingar um hvar helstu brotalamir er að finna í tómstundastarfinu og á grundvelli þeirra má gera umþætur á umhverfi tómstundastarfsins og auka samvinnu við foreldra barnanna. 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.