Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 127
Ltðan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla I frtstundastarfi
skipulagt þannig að það henti fjölbreyttum
hópum barna. Þátttaka í frístundastarfi
tryggir samveru með jafnöldrum, er far-
vegur fyrir likamlega þjálfun og reynir á
ólíka hæfileika barna, auk þess sem börn
sem eiga annað móðurmál en íslensku fá
þjálfun í því að nota íslensku á vettvangi
í daglegu lífi.
Niðurstöður rannsókna með inn-
flytjendum hafa sýnt að þátttaka þeirra
í tómstundastarfi breytist verulega með
flutningi til nýs lands, m.a. vegna breyttra
aðstæðna fjölskyldu og breytinga á félags-
legu neti eða breytinga á efnahagslegri
stöðu fjölskyldu. I nýlegri grein um þátt-
töku ungra innflytjenda og afkomenda
innflytjenda í Bandaríkjunum (Peguero,
2011) þar sem fjallað er um niðurstöður
ýmissa rannsókna kemur fram að þátttaka
ólíkra þjóðernishópa í tómstundastarfi
er mismunandi. Þátttakan virðist m.a.
tengjast uppruna og menningu, en einnig
mismunandi kynslóðum innflytjenda. I
greininni er bent á að viðurkenna þurfi
fjölbreyttan uppruna og menningu barna
og að huga þurfi að úrræðum í tómstunda-
starfi sem henti fjölbreyttum hópum barna.
Áherslur í frístundastarfi eru jafnframt
mismunandi eftir samfélögum, t.d. er frí-
stundastarf hér á landi á öllum tímum og
yfirleitt er það á ábyrgð foreldra að koma
börnum á og af æfingum eða samveru,
auk þess sem óskað er eftir virkri þátttöku
foreldra að einhverju marki (Kolbrún Þ.
Pálsdóttir, 2012). Ýmsar rannsóknir á tóm-
stundastarfi barna í minnihlutahópum
hafa gefið vísbendingar um margvíslegar
hindranir fyrir þátttöku þeirra. f niður-
stöðum nýlegrar rannsóknar í Suður-Afr-
íku (Palen o.fl., 2010) kemur t.d. fram að
áhersla á keppni og sigur í stað áherslu á
þátttöku og umbun fyrir þátttöku getur
verið hindrun fyrir þátttöku barna í minni-
hlutahópum í tómstundastarfi. Aðrar
hindranir fyrir þátttöku sem komið hafa
í ljós eru t.d. áhyggjur foreldra eða barna
af hættu á meiðslum, skortur á kunnáttu
til þátttöku og að foreldrar séu mótfallnir
þátttöku (Palen o.fl., 2010). Niðurstöður
rannsókna benda einnig til þess að þátt-
taka innflytjenda í tómstundastarfi litist
mjög af gildum og hefðum upprunalands-
ins (Stodolska, 2000).
Samkvæmt rannsóknum tengjast ástæð-
ur þess að börn í minnihlutahópum taka
síður þátt í tómstundastarfi en önnur börn
einnig fátækt fjölskyldna þeirra. Niður-
stöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var
meðal 13-16 ára barna í Noregi benda til
þess að fátækt fjölskyldna leiði til minni
þátttöku barna í skipulögðu tómstunda-
starfi (Sletten, 2010).
íslenskar rannsóknir með
innflytjendabörnum
Fjölmargar rannsóknir með innflytjenda-
börnum og börnum sem tala annað móður-
mál en íslensku hafa verið gerðar á íslandi
(sjá m.a. yfirlit Rögnu Láru Jakobsdóttur,
2007) undanfarin ár. Margar þeirra hafa
beinst að skólagöngu barnanna en aðrar
fremur að tómstundastarfi og félagslegum
þáttum. Niðurstöður rannsóknanna hafa
sýnt að mörg innflytjendabörn virðast
eiga erfitt uppdráttar í íslenskum skólum.
Margar ástæður geta verið fyrir því. Rann-
sóknir Hönnu Ragnarsdóttur (2007, 2008,
2011) með innflytjendabörnum sem beind-
ust að skólagöngu þeirra og samstarfi
heimila og skóla leiddu m.a. í ljós að í skól-