Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 127

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 127
Ltðan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla I frtstundastarfi skipulagt þannig að það henti fjölbreyttum hópum barna. Þátttaka í frístundastarfi tryggir samveru með jafnöldrum, er far- vegur fyrir likamlega þjálfun og reynir á ólíka hæfileika barna, auk þess sem börn sem eiga annað móðurmál en íslensku fá þjálfun í því að nota íslensku á vettvangi í daglegu lífi. Niðurstöður rannsókna með inn- flytjendum hafa sýnt að þátttaka þeirra í tómstundastarfi breytist verulega með flutningi til nýs lands, m.a. vegna breyttra aðstæðna fjölskyldu og breytinga á félags- legu neti eða breytinga á efnahagslegri stöðu fjölskyldu. I nýlegri grein um þátt- töku ungra innflytjenda og afkomenda innflytjenda í Bandaríkjunum (Peguero, 2011) þar sem fjallað er um niðurstöður ýmissa rannsókna kemur fram að þátttaka ólíkra þjóðernishópa í tómstundastarfi er mismunandi. Þátttakan virðist m.a. tengjast uppruna og menningu, en einnig mismunandi kynslóðum innflytjenda. I greininni er bent á að viðurkenna þurfi fjölbreyttan uppruna og menningu barna og að huga þurfi að úrræðum í tómstunda- starfi sem henti fjölbreyttum hópum barna. Áherslur í frístundastarfi eru jafnframt mismunandi eftir samfélögum, t.d. er frí- stundastarf hér á landi á öllum tímum og yfirleitt er það á ábyrgð foreldra að koma börnum á og af æfingum eða samveru, auk þess sem óskað er eftir virkri þátttöku foreldra að einhverju marki (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2012). Ýmsar rannsóknir á tóm- stundastarfi barna í minnihlutahópum hafa gefið vísbendingar um margvíslegar hindranir fyrir þátttöku þeirra. f niður- stöðum nýlegrar rannsóknar í Suður-Afr- íku (Palen o.fl., 2010) kemur t.d. fram að áhersla á keppni og sigur í stað áherslu á þátttöku og umbun fyrir þátttöku getur verið hindrun fyrir þátttöku barna í minni- hlutahópum í tómstundastarfi. Aðrar hindranir fyrir þátttöku sem komið hafa í ljós eru t.d. áhyggjur foreldra eða barna af hættu á meiðslum, skortur á kunnáttu til þátttöku og að foreldrar séu mótfallnir þátttöku (Palen o.fl., 2010). Niðurstöður rannsókna benda einnig til þess að þátt- taka innflytjenda í tómstundastarfi litist mjög af gildum og hefðum upprunalands- ins (Stodolska, 2000). Samkvæmt rannsóknum tengjast ástæð- ur þess að börn í minnihlutahópum taka síður þátt í tómstundastarfi en önnur börn einnig fátækt fjölskyldna þeirra. Niður- stöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var meðal 13-16 ára barna í Noregi benda til þess að fátækt fjölskyldna leiði til minni þátttöku barna í skipulögðu tómstunda- starfi (Sletten, 2010). íslenskar rannsóknir með innflytjendabörnum Fjölmargar rannsóknir með innflytjenda- börnum og börnum sem tala annað móður- mál en íslensku hafa verið gerðar á íslandi (sjá m.a. yfirlit Rögnu Láru Jakobsdóttur, 2007) undanfarin ár. Margar þeirra hafa beinst að skólagöngu barnanna en aðrar fremur að tómstundastarfi og félagslegum þáttum. Niðurstöður rannsóknanna hafa sýnt að mörg innflytjendabörn virðast eiga erfitt uppdráttar í íslenskum skólum. Margar ástæður geta verið fyrir því. Rann- sóknir Hönnu Ragnarsdóttur (2007, 2008, 2011) með innflytjendabörnum sem beind- ust að skólagöngu þeirra og samstarfi heimila og skóla leiddu m.a. í ljós að í skól-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.