Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 129
Líðan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda í 5.-7. bekk grunnskóla í frístundastarfi
1. tafla. Svarhlutfall I könnun Rannsóknar og greiningar 2011.
Gild svör Fjöldi Svarhlutfall
Nemendur á heimilum þar sem eingöngu íslenska er töluö 8.756 79,8%
Nemendur á heimilum þar sem íslenska auk annars móðurmáls er töluð 1.778 16,2%
Nemendur á heimllum þar sem eingöngu annað móðurmál en íslenska er talað 437 4,0%
Samtals 10.971 100%
borin saman eftir tungumáli töluðu heima
og verður þeim skipt upp í þrennt. Hóp-
arnir eru eftirfarandi:
Hópur a): Eingöngu íslenska er töluð
heima.
Hópur b): íslenska auk annars móður-
máls er töluð heima.
Hópur c): Eingöngu annað móðurmál
en íslenska er talað heima.
Svarhlutfall einstakra hópa var með
eftirfarandi hætti - sjá 1. töflu:
í 1. töflu má sjá skiptingu svara í
könnuninni eftir hópunum þremur. 79,8%
svarenda búa á heimili þar sem eingöngu
íslenska er töluð heima, eða 8.756 börn,
1.778 börn búa á heimili þar sem íslenska
auk annars móðurmáls er töluð, eða 16,2%
svarenda, og 437 börn, eða 4% svarenda,
búa á heimili þar sem eingöngu er talað
annað móðurmál en íslenska.
Framkvæmd könnunarinnar var með
þeim hætti að sent var kynningarbréf til
foreldra þar sem þeir höfðu tök á því að
samþykkja eða hafna því að barn þeirra
tæki þátt í könnuninni. Spurningakönn-
unin var lögð fyrir í febrúar 2011. Kenn-
arar lögðu spurningalista fyrir þá nem-
endur sem sátu í kennslustundum daginn
sem könnunin fór fram. ítrekað var við
nemendur að rita hvorki nafn né kenni-
tölu á spurningalistana eða umslögin svo
útilokað væri að rekja svörin til einstakra
nemenda.
Spurningakönnun Rannsóknar og grein-
ingar var á íslensku en einnig var hún
þýdd yfir á pólsku. Fyrirmælin í könn-
uninni voru á þá leið að nemendur voru
vinsamlegast beðnir að svara öllum spurn-
ingunum eftir bestu getu og samvisku og
biðja um hjálp ef þeir þyrftu á að halda.
Niðurstöður
Helstu niðurstöður könnunarinnar eru
þær að börn sem búa á heimili þar sem
annað móðurmál en fslenska er talað eiga
undir högg að sækja félagslega og þeim
líður verr en öðrum jafnöldrum. Þessi
börn segjast eiga færri vini og þau eru
síður með vinum eftir skóla og um helgar.
Þau eru líklegri til að vera skilin útundan
og líklegri til að verða fyrir stríðni. Þeim er
frekar strítt f kennslustundum, á göngum
skólans, í sundi, leikfimi, í búningsklefa,
í sturtu og í frímínútum. Þeim er frekar
strítt á leið til og frá skóla. Þau stunda
síður íþróttir og eru ólíklegri til að æfa
mjög mikið í viku hverri. Gjarnan er tvö-
faldur eða þrefaldur munur á svörunum,
þar sem hallar á hóp barna þar sem annað
móðurmál en íslenska er talað heima við.
Börn þar sem annað móðurmál en íslenska
127