Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 131
Líóan, félagsleg tengsl og þátttaka nemenda 15.-7. bekk grunnskóla (fristundastarfi
4. tafla Hve oft hafa eftirtalin atvik komið fyrir þig i skólanum i vetur: Ég var skilin/n útundan?
Skilin útundan Eingöngu íslenska töluö á heimili islenska og annaö móöurmál talað á heimili Eingöngu annað móðurmál en íslenska talaö á heimili
Aldrei 68,7% 60,1% 56,7%
Einu sinni eöa tvisvar 23% 26,4% 26,5%
Tvisvar til þrisvar í mánuöi 3,9% 5,6% 4,7%
Svona einu sinni í viku 1,7% 3,8% 7%
Oft í viku 2,7% 4% 5,1%
að 0,6% barnanna segjast ekki eiga vini
(fjöldinn er 56 börn), 2,8% barna á heimil-
um þar sem íslenska er ekki töluð (7 börn)
og 1% barna á heimilum þar sem íslenska
er töluð auk annars móðurmáls (18 börn).
72,9% barna á heimilum þar sem eingöngu
íslenska er töluð segjast eiga marga eða
mjög marga vini, 62,3% barna sem búa á
heimili þar sem íslenska og annað móður-
mál er talað og 65, % barna þar sem ein-
göngu annað móðurmál en íslenska er
talað.
Svipaðar niðurstöður má sjá í svörum
við spurningum um að vera með vinum
eða vinkonum eftir skóla eða um helgar í
3. töflu.
Börn á heimilum þar sem eingöngu ís-
lenska er töluð segjast í 5,7% tilvika aldrei
eða næstum aldrei vera með vinum eftir
skóla eða um helgar, 8,8% barna á heim-
ilum þar sem íslenska auk annars móður-
máls er töluð og 11% barna á heimilum þar
sem eingöngu annað móðurmál er talað en
íslenska.
Skilin útundan í skólanum: Spurt var um
það að vera skilin útundan í skólanum.
Það kom fram skýr munur milli hópanna.
Sjá 4. töflu.
Ef tekin eru svör barnanna sem svara
því til að þau hafi verið skilin útundan einu
sinni í viku eða oftar á það við um 4,4%
barna á heimilum þar sem eingöngu ís-
lenska er töluð heima, 7,8% barna þar sem
íslenska auk annars móðurmáls er töluð
heima og 12,1% barna þar sem eingöngu
annað móðurmál en íslenska er talað. Tvö-
falt og þrefalt meiri líkur eru þannig á að
barn frá heimili þar sem eingöngu annað
móðurmál en íslenska er talað lendi í því
að vera skilið útundan í skólanum.
Stríðni: I könnuninni var spurt á hvaða
stöðum börn yrðu helst fyrir stríðni. Ekki
var gerð tilraun til að skilgreina nánar
hugtakið, hvert barn varð að merkja við
eins og það skildi hugtakið stríðni. Hér
skulum við skoða sérstaklega svör þeirra
varðandi stríðni í frímínútum og stríðni á
leið í og úr skóla. í 5. töflu sjáum við svör
þeirra við fyrri spurningunni.
Að vera strítt stundum eða oft í frímín-
útum á skólalóðinni á við um 6,9% barna
þar sem eingöngu íslenska er töluð heima,
13% barna þar sem íslenska auk annars
móðurmáls er töluð og um 18,2% barna
frá heimilum þar sem annað móðurmál en
íslenska er talað. Þannig eru þrefalt meiri
líkur á að barni frá heimili með annað
móðurmál en íslensku sé strítt í frímín-
útum. Af framangreindu má ljóst vera að
það hallar á börn sem búa á heimilum þar