Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 134
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
9. tafla: Hér eru teknar saman niðurstöður um tónlistar- og söngnám, tómstundastarf i skólanum og annað
tómstundastarf sem er ekki á vegum skóians.
Stundar þú frístundastarf utan skóla? Eingöngu íslenska og annað Eingöngu annað
íslenska töluð á móðurmál talað móðurmál en íslenska
heimili á heimili talað á heimili
Stundar þú tónlistarnám eða söngnám í vetur? 33,4% 32,8% 20,1%
Hversu oft tekur þú þátt I tómstundastarfi I skólanum þínum? 18,9% 18,1% 18,4%
Hversu oft tekur þú þátt í öðru tómstundastarfi sem er ekki á vegum skólans? 39,9% 33,3% 19,3%
að æfa íþróttir vegna þátttökukostnaðar.
Aðrir þættir í könnuninni sem áhrif
hafa á að börn hætti í íþróttum eru m.a.
tímaskortur, en það á við um 33,8% barna
frá heimilum þar sem eingöngu annað
móðurmál en íslenska er talað, 29% barna
frá heimilum þar sem íslenska auk annars
móðurmáls er töluð og 23,7% barna frá
heimilum þar sem eingöngu íslenska er
töluð.
Of mikil áhersla á samkeppni í íþróttum
hefur einnig áhrif og eykur líkur á því
að börn hætta að æfa. Þar sem eingöngu
annað móðurmáli en íslenska er töluð,
sögðu 33,4 að það hefði frekar eða mjög
mikil áhrif að þau hættu vegna of mikillar
samkeppni, 22% barna frá heimilum þar
sem íslenska og annað móðurmál er talað,
en samkeppni hafði áhrif í 16% tilvika hjá
börnum þar sem eingöngu íslenska er
töluð heima á að þau hættu að æfa. Tíma-
skortur er hins vegar líklegri skýring á því
að börn á heimilum þar sem eingöngu ís-
lenska er töluð hætti að æfa.
Það er ljóst þegar tekin eru saman svör
bamanna við könnuninni að fylgni er milli
svara þeirra eftir tungumáli töluðu heima
og þátttöku í íþróttum, þ.e. þátttaka er
minni ef ekki er töluð íslenska heima fyrir
og einnig virðist tungumálið vera áhrifa-
þáttur þegar skoðaðar em ástæður þess að
börn hætta að æfa íþróttir.
Næst verða skoðuð svör barnanna við
spurningum um þátttöku í öðm skipu-
lögðu frístundastarfi innan og utan skóla
og hvernig móðurmál talað heima hefur
áhrif.
Þrítttaka i'öðru frístunda- og tómstundastarfi
Þegar kemur að þátttöku í tónlistar- og
söngnámi og tómstundastarfi innan og
utan skóla munar minna á hópunum al-
mennt samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar en í íþróttaiðkun og sér í lagi ef
frístundastarfið er innan veggja skólans.
Hér verður fyrst skoðuð þátttaka í söng-
og tónlistarnámi. Börnin gátu merkt við
eftirfarandi svör: Að stunda sjaldnar en
einu sinni í mánuði söng- og tónlistarnám,
einu sinni til þrisvar í mánuði, einu sinni
til tvisvar í viku, þrisvar sinnum í viku
og fjómm sinnum eða oftar í viku. 20,1%
barna frá heimilum þar sem eingöngu ann-
að móðurmál en íslenska er talað segjast
stunda tónlistarnám einu sinni til tvisvar
í viku eða oftar, 32,8% barna frá heimilum