Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 147

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 147
Hefur val á skóla og námsárangur áhrif á íslenskum vinnumarkaði? í rannsókn Bowman og Mehay (2002) var skoðað hvort gæði háskóla og menntun einstaklinga hefði einhver áhrif á frammi- stöðu í starfi hjá liðsforingjum í sjóher Bandaríkjanna sem voru í stjórnunar- stöðum innan flotans. Þeir notuðu einstakt gagnasafn sjóhersins um liðsforingja sem útskrifuðust frá tæplega 1.000 mismun- andi háskólum. Þannig gátu þeir stýrt fyrir mikilvægum mun á starfsframa, úthlutun starfa og hvata, mun sem ekki er hægt að stýra fyrir í venjulegum rannsóknum sem styðjast við úrtak á landsvísu. Niðurstöður sýndu að þeir sem höfðu lokið námi úr einkaskóla, sama á hvaða gæðastigi þeir voru, fengu betra frammistöðumat en aðr- ir liðsforingjar. Nemendur úr best metnu einkaskólunum voru líklegri en aðrir liðs- foringjar til þess að fá stöðuhækkun. Þessi rannsókn eykur skilning á því hvernig námsárangur og gæði háskóla tengjast framleiðni starfsmanna. Með því að stýra fyrir meðaleinkunn og aðalnámsgrein sýndu niðurstöður að útskriftarnemendur úr virtum einkaskólum mældust með meiri skynjaða framleiðni í vinnu en sam- starfsmenn þeirra (Bowman og Mehay, 2002). Niðurstöður fyrri rannsókna sýna að nemendur úr einkaskólum eru metnir hæfari en nemendur úr ríkisskólum. Út frá því er eftirfarandi tilgáta sett fram: Tilgáta 1: Nemandi úr einkaskóla (HR) er metinn hæfari en nemandi úr ríkisskóla (Hí). Fjárhagslegur ávinningur eftir skólum Ríkis- og einkaskólar eru mismunandi þegar kemur að skólagjöldum. Einka- skólar, sem velja inn nemendur, fara fram á hærri skólagjöld en þeir sem velja síður inn nemendur. Einnig eru skólagjöld í einkaskólum hærri en í ríkisskólum. Af hverju skyldu nemendur kjósa að greiða hærri skólagjöld þegar lægri skólagjöld eru í boði? Svarið við því gæti hugsanlega verið að þeir sem sótt hafa nám í einka- skólum geti vænst þess að njóta fjárhags- legs ávinnings á vinnumarkaði (Brewer o.fl„ 1999). Þegar mælt er hvaða fjárhagslegan ávinning menntun hefur í för með sér er algengt að bera saman meðaltekjur út frá mismunandi menntunarstigi (e. educatio- nal attainment). Með þeirri aðferð er litið fram hjá þeirri staðreynd að aðrar breytur en námsstig hafa áhrif á meðaltekjur, ein slík breyta er meðfædd geta. Geta er tengd menntunarstigi. Að líta fram hjá áhrifum hennar getur leitt til þess að áhrif mennt- unarstigs á tekjur verði ofmetið. Einnig eru aðrar breytur sem flækja þetta mat, til dæmis gæði skóla og persónuleg hvatn- ing. Weisbrod og Karpoff (1968) skoð- uðu hvaða áhrif mismunandi gæði skóla, mismunandi geta og hvatning nemenda hefði á fjárhagslegan ávinning þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tekjur jukust eftir því sem árangursröðun í bekknum fór hærra og eins eftir því sem gæði skólans urðu meiri (Weisbrod og Karpoff, 1968). Flestar rannsóknir þar sem skoðaður hefur verið fjárhagslegur ávinningur út frá gæðum háskóla hafa byggst á gagnasafni frá National Longitudinal Surveys (NLS) (Hagstofu Bandaríkjanna). Bowman og Mehay (2002) greindu gögn um karl- menn sem útskrifuðust úr grunnskóla árið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.