Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 151
Hefur val á skóla og námsárangur áhrif á íslenskum vinnumarkaði?
Rannsókn Fuller og Schoenberger frá
árinu 1991 er framhald af eldri rann-
sókn sem þeir gerðu árið 1988 (Fuller og
Schoenberger, 1991). Báðar rannsóknirnar
sýndu að meðaleinkunn hefði áhrif á
byrjunarlaun. Hækkaði meðaleinkunn
um einn punkt hækkuðu byrjunarlaun
karla um 11% og um 9% í tilfelli kvenna.
Konur voru líklegri til að taka bókfærslu
sem aðalnámsgrein, fá hærri einkunnir og
ljúka starfsnámi en voru ólíklegri til þess
að finna starf sem tengdist aðalnámsgrein
þeirra. Fuller og Schoenberger komust að
því að meðaleinkunn, reynsla af starfs-
námi og aðalnámsgrein höfðu áhrif á
byrjunarlaun en reyndust ekki hafa lang-
varandi áhrif á tekjur. Ef þessir náms-
tengdu þættir væru í raun mælikvarðar á
framleiðni einstaklinga gætu þeir vænst
þess að þeir hefðu langvarandi áhrif. Þar
sem sú varð ekki raunin benda niður-
stöður þeirra til þess að þeir dugi einungis
við það að velja úr umsækjendum (Fuller
og Schoenberger, 1991). Þvert á væntingar
sýndu niðurstöður Thorson (2005) að
meðaleinkunn hefði ekki áhrif á tekjur þó
að fyrrnefnd rannsókn Fuller og Schoen-
berger (Thorson, 2005) hefði sýnt fram á að
meðaleinkunn hefði áhrif á byrjunarlaun.
Meðaleinkunn sé því ekki góð vísbending
um vitsmunalega getu eða aðra þætti og
því sé ekki umbunað fyrir hana á vinnu-
markaði (Thorson, 2005).
Með hliðsjón af fyrri rannsóknum, sem
sýna að nemendur með háa meðaleinkunn
njóti hærri byrjunarlauna en nemendur
með lága meðaleinkunn, er eftirfarandi til-
gáta sett fram:
Tilgáta 4: Umsækjanda með háa meðal-
einkunn (8,5) eru boðin hærri laun en um-
sækjanda með lága meðaleinkunn (6,5).
Ferilskrá
Mjög mikilvægt er fyrir fyrirtæki að geta
spáð um það hvaða umsækjandi verði
góður starfskraftur. Nokkrar aðferðir
hafa sýnt forspárgildi um árangur í starfi,
sem dæmi má nefna umsóknareyðublöð,
ferilskrá, viðtöl, starfsæfingar, greindar-
próf, hæfnispróf og persónuleikapróf.
Sýnt hefur verið fram á að ferilskrá hefur
mjög gott forspárgildi um árangur (Bretz
Jr, 1989). Ferilskráin er fyrstu og mikil-
vægustu upplýsingarnar sem væntan-
legur atvinnurekandi fær í hendurnar um
umsækjanda (Thoms, McMasters, Roberts
og Dombkowski, 1999) og getur leitt til
sterkra fyrstu áhrifa (Knouse, 1994).
Þar sem litið er svo á að innihald fer-
ilskrár geti gefið vísbendingar um hæfni
umsækjanda hefur það orðið eitt mest not-
aða tækið við val á starfsmönnum (Cole,
Rubin, Feild og Giles, 2007; Tsai, Chi, Hu-
ang og Hsu, 2011). Ferilskráin inniheldur
miklar upplýsingar (Tsai o.fl., 2011) og
ráðningaraðilar nýta sér þær og taka
ákvarðanir út frá þeim (Thoms o.fl., 1999).
Samkvæmt Knouse (1989) geta einkenni
ferilskrár gefið vísbendingar sem hægt er
að nota til að túlka eðlisfar umsækjandans.
Rannsóknir hafa sýnt að ráðningarað-
ilar nota upplýsingar um lífshlaup um-
sækjenda úr ferilskrám til þess að meta
getu þeirra og aðra mikilvæga eiginleika
(Thoms o.fl., 1999). Þó að áreiðanleiki og
réttmæti upplýsinganna sem ráðningar-
aðilarnir nota til að meta eiginleika um-
sækjendanna standist oft ekki vísindalega