Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 153
Hefur val á skóla og námsárangur áhrif á íslenskum vinnumarkaöi?
fyrirtæki með skráðan starfsmannafjölda.
Annar listi var því fenginn 21. júní 2011 út
frá heildareignum fyrirtækja og listarnir
tveir krosskeyrðir saman. Að því loknu
var farið inn á heimasíður fyrirtækjanna til
þess að finna netföng mannauðsstjóra. Ef
ekki var hægt að finna þau þar var hringt
í fyrirtækin og beðið um netfang viðkom-
andi mannauðsstjóra. I þeim tilfellum sem
fyrirtæki voru ekki með mannauðsstjóra,
starfsmannastjóra eða ráðningastjóra var
beðið um netfang þess aðila sem sæi um
þau mál. Hér eftir er því átt við þá sem bera
starfstitilinn mannauðsstjóri, starfsmanna-
stjóri, ráðningastjóri, framkvæmdastjóri
eða þá sem sjá um mannauðsmál þegar
talað er um þátttakendur sem mannauðs-
stjóra. Þátttakendur voru 143 talsins og
var svarhlutfall 49,3%. Kynjaskipting var
jöfn þar sem 49% þátttakenda voru karlar
og 51% konur. Flestir þátttakendur voru á
aldursbilinu 41-50 ára eða 39,2% og 37,8%
voru á aldursbilinu 31-40 ára. Þátttakend-
ur voru upplýstir um tilgang rannsóknar-
innar og að svör þeirra yrðu dulkóðuð. Þar
sem sú ferilskrá sem þátttakendur mátu
var skálduð voru siðferðisleg álitamál ekki
til staðar frá þeirri hlið rannsóknarinnar.
Áreiti
Utbúnar voru fjórar mismunandi útgáfur
af ferilskrá. Umsækjandi var kvenkyns og
hafði annars vegar lokið B.Sc. gráðu í við-
skiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík
(HR) og hins vegar frá Háskóla íslands
(HÍ). Umsækjandinn var annars vegar
með háa meðaleinkunn (8,5) og í hinum
tveimur tilfellunum með lága meðal-
einkunn (6,5). Allar aðrar upplýsingar í
ferilskránni voru eins fyrir utan aðlögun á
tölvupóstfangi eftir skólum. Þátttakendur
voru beðnir að setja sig í hlutverk mann-
auðsstjóra tilbúins símafyrirtækis að nafni
TriX ehf. Utbúin var atvinnuauglýsing
þar sem auglýst var eftir verkefnastjóra.
Auglýsingin innihélt starfslýsingu þar
sem fram kom hvað fælist í starfinu og
hvaða hæfniskröfur umsækjandinn þyrfti
að uppfylla. Þátttakendur voru beðnir að
meta umsækjandann út frá ferilskrá sem
innihélt upplýsingar um persónulega
hagi, menntun, starfsreynslu og áhuga-
mál. Leiðbeiningarnar voru orðrétt: „Kæri
þátttakandi, þú ert beðin/n að setja þig í
hlutverk mannauðsstjóra hjá símafélaginu
TriX. Verkefni þitt er að ráða í neðangreint
starf. Vinsamlegast lesið vel yfir upp-
lýsingarnar hér að neðan og metið eftir-
farandi umsækjanda fyrir starfið."
Mælitæki
Spurningalisti var frumsaminn og hann-
aður með tilgátur rannsóknarinnar í huga.
Við gerð hans var stuðst við heimildir um
uppsetningu og hönnun spurningalista
(Þorlákur Karlsson, 2003). Ferilskrárrann-
sókn Agthe, Spörrle og Maner (2011) var
einnig höfð til hliðsjónar en í henni var
mat þátttakenda á mögulegum atvinnu-
umsækjendum og umsækjendum um
skólavist kannað. Ennfremur var stuðst
við rannsókn Shahani-Denning, Dudhat,
Tevet og Andreoli (2010) sem gerðu fer-
ilskrárrannsókn þar sem þátttakendur
mátu hæfni umsækjenda, ráðningarlíkur
og byrjunarlaun.
Spurningalistinn samanstóð af 14
spurningum til að meta hvort val á skóla
og meðaleinkunn umsækjanda hefði áhrif
á ráðningar og launakjör. Spurningar 1-6