Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 180

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 180
Þórdís Þórðardóttir hversu margar barnabækur foreldrar sögðust eiga og einnig hversu dreifingin á áhorfsbreyturnar reyndist lítil sem gæti bent til að lítill munur sé á lengd og tíðni áhorfs á milli þessara fjölskyldna. Niðurstöður klasagreiningarinnar gefa vísbendingar um að flokka megi notkun heimilanna á barnaefni eftir klösunum sem fram komu við greiningu. Við þá flokkun er unnt að styðjast við habitusa í kenningum Bourdieu (1977,1990). Fjölskylduhnbitusar Lagskipta klasagreiningin sýndi að skipta mátti foreldrunum sem tóku þátt í könnuninni upp í fimm hópa eða klasa eftir notkun á barnaefni á heimilum þeirra. Þessa klasa má túlka sem mismunandi fjölskylduhabitusa í ljósi niðurstaða Bour- dieu, (1977, 1984, 1990, 1993; Bourdieu og Passeron, 1977; Brooker, 2002) um hvernig val heimila á barnaefni ræðst af fjölskyldu- habitusum sem myndast í samhengi við áhuga eða smekk foreldra á menningar- efni. Alætuhabitus. I Alætu klasanum hafa börnin greiðara aðgengi að öllu barna- efni en börnin í hinum klösunum. Fjöl- skyldur í þessum klasa leggja áherslu á þjóðleg gildi, sígildan menningararf, fagurfræði, tækni og alþjóðlegt afþreying- arefni. Smekkur þeirra á barnaefni felur í sér blöndu af hefðum og framsækni og þær virðast hneigjast til að blanda saman gamalgrónum hefðum og nútíma tækni. Vegna þessa eru fjölskyldurnar taldar hafa þróað með sér habitus sem hér er nefndur alætuhabitus. Börn í þessum klasa ættu að hafa góða möguleika á að öðlast háan félagslegan sess í leikskólum (Bourdieu, 1993). Sjónvarpshabitus. í klasanum Áherslu á sjónvarpsáhorf, er meira lagt upp úr sjón- varpsáhorfi en textamiðlun, mynddiskum og tölvuleikjum. Lítil áhersla þessa hóps á bækur, mynddiska og tölvur gæti hugsan- lega stafað af hneigðum til að leyfa börn- um að velja sér afþreyingarefni án mikillar íhlutunar foreldra en sú afstaða birtist í svörum nokkurra foreldra í þessum klasa, við opnu spurningunum í spurningalist- anum. Segja má að þessi hópur hafi byggt upp habitus sem nefna mætti sjónvarps- habitus vegna greiðara aðgengis barnanna að sjónvarpi en að öðrum miðlum. í þess- um klasa er nær þriðjungur þátttakenda og það er áhyggjuefni ef þriðjungur ungra barna fær þekkingu sína af barnaefni að mestu í gegnum sjónvarp og fari á mis við fagurfræðilega upplifun af sígildum barnabókum og barnaefni vegna þess að það gæti skert menningarlæsi þeirra (Þórdís Þórðardóttir, 2012b) og möguleika til að öðlast sterka félagslega stöðu í leik- skólum (Bourdieu o.fl. 1999). Kvenleikahnbitus. Klasinn Bókiðja og prinsessuævintýri, einkennist af upplestri á prinsessuævintýrum og bókiðju. í honum eru aðallega fjölskyldur sem lesa prins- essuævintýri sem þykja stelpuleg (Mill- ard, 2006). Auk þess leggja fjölskyldur í þessum klasa áherslu á bókiðju sem í vaxandi mæli er tengd við telpur og þykir kvenleg (Millard, 1997, 2006). Vegna þess að fjölskyldurnar leggja áherslu á „stelpu- efni" og „stelpulegar athafnir" má segja að þær hafi þróað með sér kvenleikahabitus. Ahyggjur vekur að bókiðja virðist fremur 178
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.