Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 180
Þórdís Þórðardóttir
hversu margar barnabækur foreldrar
sögðust eiga og einnig hversu dreifingin
á áhorfsbreyturnar reyndist lítil sem gæti
bent til að lítill munur sé á lengd og tíðni
áhorfs á milli þessara fjölskyldna.
Niðurstöður klasagreiningarinnar gefa
vísbendingar um að flokka megi notkun
heimilanna á barnaefni eftir klösunum
sem fram komu við greiningu. Við þá
flokkun er unnt að styðjast við habitusa í
kenningum Bourdieu (1977,1990).
Fjölskylduhnbitusar
Lagskipta klasagreiningin sýndi að
skipta mátti foreldrunum sem tóku þátt
í könnuninni upp í fimm hópa eða klasa
eftir notkun á barnaefni á heimilum þeirra.
Þessa klasa má túlka sem mismunandi
fjölskylduhabitusa í ljósi niðurstaða Bour-
dieu, (1977, 1984, 1990, 1993; Bourdieu og
Passeron, 1977; Brooker, 2002) um hvernig
val heimila á barnaefni ræðst af fjölskyldu-
habitusum sem myndast í samhengi við
áhuga eða smekk foreldra á menningar-
efni.
Alætuhabitus. I Alætu klasanum hafa
börnin greiðara aðgengi að öllu barna-
efni en börnin í hinum klösunum. Fjöl-
skyldur í þessum klasa leggja áherslu
á þjóðleg gildi, sígildan menningararf,
fagurfræði, tækni og alþjóðlegt afþreying-
arefni. Smekkur þeirra á barnaefni felur
í sér blöndu af hefðum og framsækni og
þær virðast hneigjast til að blanda saman
gamalgrónum hefðum og nútíma tækni.
Vegna þessa eru fjölskyldurnar taldar hafa
þróað með sér habitus sem hér er nefndur
alætuhabitus. Börn í þessum klasa ættu
að hafa góða möguleika á að öðlast háan
félagslegan sess í leikskólum (Bourdieu,
1993).
Sjónvarpshabitus. í klasanum Áherslu á
sjónvarpsáhorf, er meira lagt upp úr sjón-
varpsáhorfi en textamiðlun, mynddiskum
og tölvuleikjum. Lítil áhersla þessa hóps á
bækur, mynddiska og tölvur gæti hugsan-
lega stafað af hneigðum til að leyfa börn-
um að velja sér afþreyingarefni án mikillar
íhlutunar foreldra en sú afstaða birtist í
svörum nokkurra foreldra í þessum klasa,
við opnu spurningunum í spurningalist-
anum. Segja má að þessi hópur hafi byggt
upp habitus sem nefna mætti sjónvarps-
habitus vegna greiðara aðgengis barnanna
að sjónvarpi en að öðrum miðlum. í þess-
um klasa er nær þriðjungur þátttakenda
og það er áhyggjuefni ef þriðjungur ungra
barna fær þekkingu sína af barnaefni að
mestu í gegnum sjónvarp og fari á mis
við fagurfræðilega upplifun af sígildum
barnabókum og barnaefni vegna þess
að það gæti skert menningarlæsi þeirra
(Þórdís Þórðardóttir, 2012b) og möguleika
til að öðlast sterka félagslega stöðu í leik-
skólum (Bourdieu o.fl. 1999).
Kvenleikahnbitus. Klasinn Bókiðja og
prinsessuævintýri, einkennist af upplestri á
prinsessuævintýrum og bókiðju. í honum
eru aðallega fjölskyldur sem lesa prins-
essuævintýri sem þykja stelpuleg (Mill-
ard, 2006). Auk þess leggja fjölskyldur
í þessum klasa áherslu á bókiðju sem í
vaxandi mæli er tengd við telpur og þykir
kvenleg (Millard, 1997, 2006). Vegna þess
að fjölskyldurnar leggja áherslu á „stelpu-
efni" og „stelpulegar athafnir" má segja að
þær hafi þróað með sér kvenleikahabitus.
Ahyggjur vekur að bókiðja virðist fremur
178