Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 9

Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 9
Formáli ritstjóra Allnokkuð er liðið frá því að annað hefti Orðs og tungu kom út. Ástæðan er sú að ritið er ekki hugsað sem ársrit heldur verður það gefið út óreglulega eftir því sem tilefni gefast. Að þessu sinni hefur það að geyma erindi sem flutt voru á málþingi um orðabók Sigfúsar Blöndals sem haldið var 28. október 1995. Að málþinginu stóðu Islensk-danskurorðabókarsjóður, Orðabók Háskólans og Orðmennt, félag áhugamanna um orðabókafræði. Á árinu 1994 voru 70 ár liðin frá því að prentun lauk á Islensk-danskri orðabók sem oftast er kennd við Sigfús Blöndal og kölluð Blöndalsbók eða aðeins Blöndal. Þeir sem starfa sinna vegna þurfa oft að nota orðabækur komast varla hjá því að athuga hvort orðið, sem þeirleita að, sé í Blöndal. „Blöndal er með það,“ eða „Það erekki í Blöndal" eru algeng viðkvæði. Sigfús Blöndal vann þó ekki einn að bókinni. Kona hans, Björg Þorláksdóttir, var honum betri en enginn og aðra góða samverkamenn hafði hann um lengri eða skemmri tíma. Aðstandendum málþingsins þótti rétt að minnast sjötugsafmælis bókarinnar og í tilefni þess var málþingið haldið. Islensk-dönsk orðabók var stórvirki á sínum tíma og hún er enn eina orðabók sinnar tegundar yfir íslenskt mál. Þær orðabækur sem gefnar hafa verið út síðar hafa allar þegið frá henni að meira eða minna leyti. Ákveðið var að fá fyrirlesara til þess að koma að orðabókinni úr sem flestum áttum þannig að áheyrendur hefðu í lokin góða yfirsýn yfir sögu, efni og gerð bókarinnar, hvernig hún varð til og hvernig hún hefur staðist tímans tönn. Á ráðstefnunni voru flutt tólf erindi og eru ellefu þeirra prentuð í heftinu. Ráðstefnan þótti takast ágætlega og var hún mjög vel sótt. Innan Orðabókar Há- skólans er áhugi á að standa að fleiri slíkum ráðstefnum um orðfræðileg efni. Allurundirbúningurundirprentun Orðsog tunguIII fór fram á Orðabók Háskólans og var það verk í höndum Kristínar Bjamadóttur. Islensk-danskur orðabókarsjóður og Orðmennt styrktu útgáfuna. Guðrún Kvaran Vll
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.