Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 17

Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 17
Stefán Karlsson: Þættir úr sögu Blöndalsbókar 5 umsetja 2. próförk — og það á flestöllum þeim 138 örkum, sem orðabókin er. Fyrirtækið var því í miklum skuldum þegar prentun lauk, en Björg reyndi eftir mætti að afla frekari styrkja, þó að róðurinn reyndist þungur. I áðurnefndri greinargerð með umsókn til Alþingis, sem Björg lét prenta og dreifa til allra alþingismanna sagði hún m.a. (B, bls. 1) að ýmsir mætir menn hafa látið mig skilja það á sjer, að þeim þætti kynlegt, að jeg væri að skiftamjer af hinni íslensk-dönsku orðabók, úr því við Sigfús Blöndal værum nú skilin sem hjón, þó jeg hefði „unnið eitthvað að henni“, svo jeg tilfæri orðrjett eina setningu af mörgum. — Veit jeg að aðalhöfundi bókarinnar, Sigfúsi Blöndal sjálfum, muni engin þökk á því, að rjettu máli sje í neinu hallað. Þetta mál var lengi að velkjast fyrir Alþingi, og 29. jan. 1929 skrifar Björg Sigfúsi frá París og segist vilja láta bankaskuld (vegna orðabókarinnar] standa áfram á sínu nafni, svo að kona Sigfúsar geri sér ekki áhyggjur af því, að eitthvað af henni kynni að falla á hana. Bréfsávarpið er „Kæri drengur minn“, og kveðjan „Lifðu nú heill og sæll — þín einl. Björg“. Bréíinu fylgdi greinargerðin sem hún hafði látið prenta til þess að hver þingmaður gæti lesið (D). Þó að Björg hafi ekki verið búin að frétta af því, þegar hún skrifaði þetta bréf, hefur nokkur fjárveiting þá verið komin í höfn, því að 17. janúar segir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, stjórnarmaður í orðabókarsjóðnum, í bréfi til Sigfúsar: Gætir þú nú ekki herjað út úr ríkisþinginu danska uppbót til Jóns Ófeigs- sonar í saina hlutfalli og tillögin o: 4000 kr„ og helst handa Gutenberg líka, þó að prentsmiðjan hafi ekki fengið byr hjer í þinginu? Það, sem reið baggamuninn, að Gutenberg fekk ekkert hjer, var það, að hún var hlutafjelag, gróðafyrirtæki, sem ekki gat lagt í sölurnar líf og heilsu í bók- staflegum skilningi eins og JÓf. Auk þess þótti smástyrkur til hennar vera eins og krækiber í ámu (C). Reyndar var fjárveitinganefnd danska þingsins þegar snemma á árinu 1927 búin að lofa að mæla með 8.000 kr. fjárveitingu, ef Alþingi legði 4.000 kr. á móti (E). Eins og getið var hér að framan, var það hugmynd Bjargar, að orðabókin yrði sjálfseignarstofnun, og um þetta atriði segir m.a. þetta í greinargerð hennar til Alþingis (B, bls. 5): Jeg held mjer sje óhætt að segja, að þetta fyrirkomulag, með bók sem sjálfeigandi stofnun, sje eigi áður þekt hjer á Norðurlöndum — og sennilega alls ekki. Er þó auðsætt, að slíkt fyrirkomulag getur verið afarhagkvæmt og trygt kostnaðarsömum og sígildum ritverkum ævarandi aldur. Verður það frekar að teljast okkar fámenna landi til sóma, að hafa riðið hjer á vaðið og ekki ósennilegt að einhverjir fari á eftir, bæði hjer og ytra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.