Orð og tunga - 01.06.1997, Page 30

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 30
18 Orð og tunga eru samtölur úr hverjum dálki, og má þar sjá stærð hvers bókarhluta og bókarinnar í heild. Hafa ber í huga að í Vb. er slæðingur af orðum sem einnig eru í Bl„ en endurtekin vegna viðbótarmerkingar eða leiðréttingar. Slík orð eru einungis talin til orðaforða Bl. I Nvb. eru enn fleiri orð endurtekin úr GBl. af sömu ástæðum, en um þau gildir hið sama; þau eru talin til orðaforða Bl. eða Vb., en ekki Nvb. I gömlu útgáfunni eru samtals hátt í 115 þús. orð, tæp 40 þús. orð í nýja viðbætinum og ríflega 154 þús. orð í Blöndalsorðabók allri. Þetta er langstærsta orðabók um íslenskt mál sem prentuð hefir verið. Hafa má til hliðsjónarað Árni Böðvarsson taldi vera um 65 þús. flettiorð í fyrri útgáfu orðabókar sinnar (íslenskrar orðabókar handa skólum og almenningi) 1963 og um 85 þús. í síðari útgáfunni 1983 (sjá formála þeirrar útgáfu, bls. V og IX). Enn fremur vekur athygli að dálítið efni er enn óflokkað, 362 orð alls. Þetta er það sem fór í ruslakistuna „ATHS“ sem fyrr var nefnd. Greining á þessum orðum myndi auðvitað raska eitthvað tölum á öðrum stöðum í töflunni, en væntanlega kemur sú röskun víða niður og breytir varla hlutföllum svo að máli skipti né heildartölum. Að öðru leyti má láta lesendum eftir að lesa úr töflunni, hverjum eftir sínu höfði. Hér skal þó drepið á tvö atriði sem vöktu athygli mína. Á töflunni kemur býsna glögglega fram skiptingin í lokaða orðflokka og opna. Ef sérnöfnum er steypt saman við nafnorð teljast orðflokkarnir ellefu. Af þeim mega sex heita lokaðir: fornöfn, forsetningar, greinir, nafnháttarmerki, samtengingar og töluorð. 1 Nvb. eru þó þrjár forsetningar sem ekki voru í GBl. Opnu eða frjóu flokkarnir eru fimm: atviksorð, lýsingarorð, nafnorð, sagnorð og upphrópanir. Úr lokuðu orðflokkunum sex koma aðeins 296 flettiorð eða 0,19% af orðaforða bókarinnar, en 153.858 orð eða 99,81% úr lokuðu flokkunum fimm. Óflokkuð eru 362 orðeða0,23%. Stærstu flokkarnir eru: nafnorð (með sérnöfnum) 114.495 74,27% lýsingarorð 27.593 17,90% sagnorð 8.617 5,59% atviksorð 2.649 1,72% Alls 153.354 99,48% Tafla 2: Orðflokkaskipting í orðabók Blöndals Þessir fjórir orðflokkar ná m.ö.o. yfir nærri 99,5% af öllum orðaforða Blöndalsorða- bókar, og um % af öllum flettiorðum í bókinni eru nafnorð. Hitt atriðið sem vakti sérstaka athygli mína er að hlutföllinmilli kynflokka nafnorða hafabreystfráGBl.til Nvb. I GBl. eru karlkynsorðinflest, en í Nvb. eru kvenkynsorðin svo miklu fleiri (41.277) að þau hafa vinninginní heildartölunum. Hlutföllineru nánara tiltekið þannig:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.