Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 36

Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 36
24 Orð og tunga tekur hræ-merkingunni að bregða fyrir aftur en ýmsir S.-Þingeyingar geta einungis letiblóðs- og rolu-merkingarinnar eða taka fram að þeir þekki ekki hræ-merkinguna. Heildarmyndin er því sú að hræ-merkingin hefur lifað góðu lífi í mæltu máli fram til þessa á Austurlandi, segja mætti í Austurlandskjördæmi, og hennar gætir einnig á Suð- urlandi annars vegar og hins vegar norður í Þingeyjarsýslum. Þess er svo rétt að geta að öllum heimildarmönnum hringinn í kringum landið var letiblóðs- og rolumerkingin bæði vel kunn og töm. Eins og áður er getið er vissulega ástæða til að ætla að í Blöndalsbók sé í raun að finna fjölmörg dæmi um mállýskubundin atriði en þau þyrftu miklu nánari athugunar við. Ef til vill væri á þessu stigi einlægast að líta á hinar staðbundnu merkingar í orðabókinni einungis sem tilvísun til heimilda, hliðstætt og þegar vitnað er til rita og meta þær svo að þær séu einungis ábendingar um staðbundið orðafar eða mállýskueinkenni. Eins og áður hefur komið fram má ráða af orðum Sigfúsar sjálfs að honum var frá upphafi ljóst að öll slík afmörkun var annmörkum háð en efnið var mikið að vöxtum og merkilegt og hann vildi koma því til skila í samræmi við það viðhorf sem hann birti í formála verksins með þeirn orðum að hann hafi lagt sig allan fram um að lýsa menningu íslensku þjóðarinnar í víðasta skilningi: þjóðtrú og siðum, verkfærum og verkmenningu og leitast við að forða frá gleymsku og glötun því sem var um það bil að hverfa, ýmist með lýsingum eða beinum tilvitnunum í prentaðar og óprentaðar heimildir. Hann víkur að þessu sama viðhorfi í bréfi til Stephans G. Stephanssonar frá árinu 19245 þar sem hann ræðir um máláhuga sinn og málanám. Hann segist ekki vera eiginlegur málfrceðingur, hinar ýmsu greinar málfræðinnar séu lítils virði í samanburði við þýðingafrœðina (semantik, semasiologi, sem sumir kalla). Hann kemst svo að orði: ..., málið og allt, sem málfræðivísindum tilheyrir, hefur mest verðmæti fyrir mig að því leyti sem ég á þann hátt get fengið ný verkfæri til að skyggnast inn í hugsunarhátt, sögu og menningu hverrar þjóðar. Og þú munt, ef þú gætir að, á hverri blaðsíðu í orðabókinni minni fá vott um það, að þetta hefur verið ríkjandi grundvallarstefnan hjá mér; þess vegna er svo margt þar af dæmum, sem sýna siði og menningu og hugsunarhátt í smáu og stóru hjá okkar litlu þjóð. 5Andvari 1969:117-118.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.