Orð og tunga - 01.06.1997, Page 71

Orð og tunga - 01.06.1997, Page 71
Ásta Svavarsdóttir: Innri skipan orðsgreina 59 á rómverskum tölum, arabískum eða bókstöfum, segir notanda lítið sem ekkert um það á hvers konar eiginleikum liðskiptingin byggist eins og sjá má með því að bera saman innri skiptinguna í aðalliðunum fimm. Þannig er t.d. svipuð skýring við A.I.2.g og við D.3 og liðirnir sem merktir eru bókstafstáknum undir A.1.2 eru svipaðs eðlis og þeir sem merktir eru með arabískum tölum undir C. Hér verður ekki farið nákvæmlega í innbyrðis röð dæma í dæmabálkinum en vert er að benda á að honum er ekki liðskipt til samræmis við sjálfa sagnlýsinguna. Raunar er efnisskipan innan bálksins afskaplega laus í sér sem gerir það að verkum að þessi hluti flettunnar, rúmlega tveir dálkar þéttsetnir dæmum, verður afar óaðgengilegur. Meginhluta dæmanna er raðað í stafrófsröð en þar fyrir framan eru allmörg dæmi sem standa utan stafrófsraðarinnar. Ástæðan er væntanlega sú að röðin miðast við fylgiorð sagnarinnar en í þessum fyrstu dæmum er ekkert slíkt orð sem hægt er að raða eftir. Eigi að síður eru ,jöðunarorðin“ af ýmsu tagi, oft ögn sem fylgir sögninni eða forsetning sem getur verið misnátengd henni en einnig andlög í föstum orðasamböndum (sjá dæmi í töflu). 5 Samantekt Af framangreindri lýsingu á mismunandi flettum úr orðabók Sigfúsar Blöndals má ráða að innri skipan orðsgreina getur verið allbreytileg— við getum kallað það sveigjanleika eða skort á reglufestu eftir atvikum. í sumum flettum er engin liðskipting, margar greinar hafa einfalda skiptingu í tölusetta liði og í stærri flettum er lýsingin víða lagskipt. Þá er greininni fyrst skipt í tvo eða fleiri meginhluta, þeim aftur í smærri liði og þannig áfram allt uppí fjögur lög. Efnisskipanin ræðst víðast hvar af tilbrigðum í merkingu orðsins en oft koma þó aðrir eiginleikar einnig við sögu, einkum formleg og setningarleg einkenni. Skilin á milli mismunandi flokkunaratriða eru ekki skörp og þannig má víða sjá dæmi þess að í orðsgreinum með tiltöluleg flókna byggingu fylgist lagskiptingin og eðli flokkunarþáttanna ekki að. Tákn sem notuð eru á mörkum orðsgreinahluta, bókstafir og tölur, sýna skilin og gefa vísbendingu um það hversu lagskipt viðkomandi fletta er. Samanburður á einstök- um liðum lagskiptra orðsgreina innbyrðis og ekki síður samanburður á mismunandi orðsgreinum sýnir að táknin, sem notuð eru til að marka skil liðanna, gegna ekki föstu, fyrirframákveðnu hlutverki. Þau segja því ein sér ekkert um eðli skiptingarinnar, hvort hún ræðst af merkingu, formlegum eiginleikum, hvoru tveggja eða jafnvel hvorugu. Þetta kemur skýrt fram af dæmunum hér að framan. í hverju tilviki virðist gripið til eins mikillar lagskiptingar og þá um leið eins margra gerða af táknum og þurfa þykir í hverju tilviki. Leturbreytingar styðja efnisskipaninaað ákveðnu marki. Flettiorð svo og bókstafa- og tölutákn fremst í liðum eru feitletruð og feitt letur vísar því á upphaf orðsgreina og skil innan þeirra. Leturbrigði eru þó takmörkuð. Þannig greinir skáletur og beint á milli íslensku og dönsku, þ.e.a.s. á milli málsins sem lýst er og skýringamálsins, en hins vegar eru skilin milli ýmiss konar orðskipana, orðasambanda og notkunardæma óljós því allt slíkt er skáletrað og engin formlegur greinarmunur gerður þar á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.