Orð og tunga - 01.06.1997, Síða 78
66
Orð og tunga
3 Allravagn og aðgöngumiðaokrari
3.1 Nýyrði
Víkjum þá fyrst að allravagninum en hann þekkti ég ekki og þurfti að lesa þýðinguna
til að vera viss um hvaða fyrirbæri þetta væri, þ.e. Omnibus eða strœtisvagn.
Orðið allravagn er dæmigert lesgert orð, þ.e. orð sem ekki hefur merkingu sem er
summan af pörtunum. ’ Orðið er merkt sem nýyrði í Blöndal:
allra ...
...°-vagn [...] m. Omnibus.
I Ritmálsskrá OH er aðeins eitt dæmi um orðið allravagn úr 42. árgangi Þjóðólfs
(1889). Þegar orð sem enda á -vagn eru skoðuð í Ritmálsskrá kemur í ljós að fleiri
orð hafa verið á kreiki um þetta fyrirbæri á svipuðum tíma án þess að þau rötuðu í
Blöndalsbók, t.d. almannavagn, bœjarvagn, almenningsvagn og götuvagn, öll frá
síðari hluta nítjándu aldar eða byrjun þeirrar tuttugustu.* * 4 Ekkert þessara orða er að
finna í Blöndalsorðabók.
Orðið, sem nú hefur orðið ofan á, þ.e. strœtisvagn, er líka að finna í Blöndalsbók en
hefur þar merkinguna sporvagn. Það orð er lxka í Blöndal og þýtt með danska orðinu
Sporvogn. ‘Sporvagns’-merkinguna á orðinu strœtisvagn er ekki að finna í Ritmáls-
skránni, eftir því sem ég best fæ séð, og það er ljóst að á Islandi hafa strætisvagnar ekki
gengið á spori. Elsta dæmið í Ritmálsskrá er úr Skírni 1917 og hljómar svo:
strætisvagn m.
vér bregðum oss með strœtisvagninum út í eitthvert úthverfið.
Skírn. 1917,42
Sem dæmi um önnur nýyrði úr Blöndalsbók, sem ekki er að finna í norræna verk-
efninu, má nefna orðin aðalferhljómur ‘Dominant-septimakkord’ og aðalfimmhljómur
‘Dominant-noneakkord’ sem ekki hafa náð fótfestu í tónlistarmáli. Um hvort þessara
orða eru tvö dæmi í Ritmálssafni, öll úr Stuttri kenslubók í hljómfrœði eftir Sigfús
Einarsson, útg. 1910.5 Orðið aðalliýbýlaþvottur er nýyrði Blöndals um það sem við
köllum núna aðalhreingerningu og agahús er tugthús. Öll eru þessi orð lesgerð og
teljast til nýyrða, meira að segja aðalhýbýlaþvotturinn sem ekki er virk samsetning ef
marka má skilgreiningar á aðalhreingemingu í kjarasamningum.6
’Orðin lesgen’ing, að lesgera og lesgerður eru notuð hér í stað orðanna lexíkalísering, iexíkalisera og
lexíkalíseraður.
4Aðeins eitt þessara orða virðist hafa náð fótfestu í málinu, þ.e. almenningsvagn. Elsta dæmi um orðið í
Rskr. er úr Bjarka 1900. Um orðið almannavagn eru tvö dæmi í Rskr., það eldra úr Iðunni 1889. Hin orðin
tvö eru stakdæmi í Rskr., bœjarvagn úr Safni til sögu Reykjavíkur (1862) og götuvagn úr Skími 1912.
5Þessi orð er ekki að finna í Tónlistarorðabók eftir Terry G. Lacy sem út kom í fyrra; þar er hins vegar
orðið forsjöundarhljómur sem þýðir ‘dominant seventh’.
6Orðið aðalhýbýlaþvotturer ekki í Ritmálsskrá OH en um orðið aðalhreingerning er stakdæmi frá sfðari
hluta 20. aldar (Sigtryggur Bjömsson 1980:23). Orðið agahús er einnig stakdæmi í Ritmálsskrá úr: Jón
Espólín, íslands Árbœkur ísögu-formi I-Xll. 1821-1855.