Orð og tunga - 01.06.2010, Page 55
Hallgrímur J. Ámundason: Óformleg örnefni í Reykjavík
45
Flokkarnir sem hér verða notaðir eru sjö talsins: 1. Eigendur, 2.
Útlit og efni, 3. Starfsemi, 4. Uppnefni, 5. Barnanöfn, 6. Styttingar, 7.
Önnur nöfn.
1. Eigendur. Örnefni í þessum flokki eru kennd við eigendur sína.
Stærstur hluti þeirra er dreginn af nafni eiganda eða ábúanda, oftast
með eiginnafni en líka oft með ættarnafni. Dæmi um nöfn af þessum
toga eru t.d.: Teitshiís, Hjaltestedshús, Ahrenzhús, Ámundaborg, Ásasel,
Bergmannsfjós, Anikuhús, Arabær, Grundtvigshús, Jóns Þórðarsonarbær.
Fjölmörg nöfn af þessum toga er að finna í nafnaskrám að Reykjavík-
urbókunum og engin ástæða að telja þau öll upp hér. Þessi nöfn eru
að segja má hálf-formleg og eiga sér oft eldri rætur en götunafnakerfi
Reykjavíkur. Raunverulega óformleg eru nöfn eins og Gvunýmöllers-
hús (nafnið er e.k. framburðarmynd af húsi sem hefði getað heitið FIús
Guðnýjar Möller), Guðmundarbúð (sem hét að réttu lagi Verslun Guð-
mundar Andréssonar e.þ.u.l.) og kannski Zuggersbær (Kirkjustræti 4,
hús Jóhannesar Zoéga) sem tekur mið af framburði íslenskra á ættar-
nafninu Zoéga. Undirflokkur meðal eigendanafna inniheldur örnefni
sem dregin eru af starfi eða stétt manna. Dæmi: Skraddarahúsið (Aust-
urstræti 8), Nærkonuhúsið (Austurstræti 18, nærkona=ljósmóðir), Amt-
mannshúsið (Ingólfsstræti 9, nafnið lifir enn í heiti Amtmanns-
stígs), Kafteinshús (Vesturgata 32, húsbóndinn var skipstjóri), Vaktara-
bær (Lindargata 3-5, eigandinn var lengi næturvörður í Reykjavík),
Pontukot (Bjargarstígur 16, þar bjó maður sem smíðaði tóbakspont-
ur), Heilagsandastræti (Lækjargata, nefnd svo þegar bæði biskupinn og
dómkirkjupresturinn bjuggu við götuna), Doktorshús (Ránargata 13,
þar bjó landlæknir).
2. Útlit og efni. í þessum flokki vísa nöfn til ytra útlits húsa eða
byggingarefnis. Dæmi: Múrinn (Stjórnarráðið, nefnt svo vegna bygg-
ingarefnisins), Skrínan, Púltið eða Skattholið (Vesturgata 16b eða Grön-
dalshús, húsið er einlyft að aftan með bröttu þaki en tvílyft að framan),
Hegrinn (kolakraninn við Reykjavíkurhöfn, Næpan (Skálholtsstígur 7
eða Landshöfðingjahúsið, kallað svo vegna lögunar turnspírunnar),
Okaker (Kirkjustræti 2, nú horfið, líktist að sköpulagi íláti sem tíðkað-
ist áður fyrr og var einkum notað fyrir skyr og súrmat), Hæstiréttur
(tveggja hæða hús við Grjótagötu sem nú er horfið, stóð hátt og þótti
reisulegt, aldrei var þó hæstiréttur þar til húsa).
3. Starfsemi. Nöfn í þessum flokki taka mið af starfseminni sem