Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 59
Hallgrímur ]. Ámundason: Óformleg örnefni í Reykjavík
49
tveir, annar var umhverfis Kvosina en sá lengri bætti Hverfisgötu og
Laugavegi við. Nafnið er auðvitað dregið af danska orðinu „rundt"
sem merkir 'í kringum'. Svo virðist sem málhreinsunarmenn hafi al-
veg gleymt að finna íslenskt heiti á þetta fyrirbæri. Heiti lækurinn eða
Volga í Nauthólsvík er nú horfinn en hafði mikið aðdráttarafl seint á
20. öld, meðal fjölskyldufólks um helgar og unga fólksins á kvöldin.
A sama stað hefur nú Ylströndin tekið við hlutverkinu. Nafn Skothús-
vegar vísar til gamals óformlegs örnefnis. Skotfélag Reykjavíkur átti
hús þar sem nú er Suðurgata 35. Það var í daglegu tali kallað Skotlnísið
en hét að réttu „Reykjavigs Skydeforenings Pavillon" upp á dönsku.
Nöfnin sem hér hefur verið rætt um í sjö flokkum eru flest frá 19.
og 20. öld og mörg orðin býsna gömul. En hvað er hægt að sjá langt
aftur í tímann þegar óformleg örnefni eru annars vegar og hvernig
gengur að halda nýjum nöfnum til haga?
4 Fyrri tíð
í fyrsta bindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns eru
nokkur dæmi um örnefni sem hljóta upphaflega að hafa verið „óform-
leg". Nokkur slík hafa verið í Vestmannaeyjum á þessum tíma (1913-
1917:19 o.áfr.). Þar er t.d. getið um „húsmannahús" sem gengur undir
nöfnunum Langi, Hnakkur og Bakrangur og vísa líklega öll heitin til
sköpulags hússins. Annað hús er kallað Rass. E.t.v. vísar það til stað-
setningar. Önnur nöfn sem koma fyrir eru Ásalnís, Bumbuhús, Pumfei-
arhús (?), Bylta, Pokra, Dularahús og Kelasonarhús. Þarna eru semsé nöfn
sem vísa til útlits húsa eða staðsetningar (Langi, Bakrangur, Rass), til
eigenda (Ásahús, Kelasonarhús), til lifnaðarhátta eða virðingarstöðu
(Pokra). Óvíst er hvað orðið „dulari" merkir.12 Sama gildir um Pum-
feiarhúss. í dönsku er til orðið „pumpern" sem merkir 'leysa vind'
en óvíst að það eigi við hér. Á dönsku er „pumpernikkel" svo nafn
á mjög dökku rúgbrauði. Ekki er útilokað að húsið hafi staðið nærri
áðurnefndum Rassi.
í öðru bindi Jarðabókarinnar (1918-1921:254-255) er getið um tvær
hjáleigur Hörgsholts í Hrunamannahreppi Árn. Önnur var kölluð
Þverspyrna. Hin gekk undir a.m.k. fimm nöfnum sem öll eru tilfærð:
12Það kemur skv. ritmálssafni Orðabókar háskólans fyrir í Kleyfsa (Nucleus Latini-
tatis) eftir ]ón Ámason (í samsetningunni „dularamannsháttur") og í íslenskum þjóð-
sögum sem alnafni hans safnaði.