Orð og tunga - 01.06.2010, Page 66
56 Orð og tunga
fræðigreinar, m.a. sagnfræði og fornleifafræði, en á síðari tímum við
náttúruvísindalegar og jafnvel raunvísindalegar greinar.
í sögulegri grein eins og örnefnafræði oft er, er hvorki hægt að
sanna né afsanna tilgátur. Það er ekki hægt að spyrja nafngjafann eða
-gjafana hvað honum eða þeim bjó í hug þegar þeir gáfu örnefnið.
Örnefnin eru minjar sem varðveist hafa í munnlegum og síðan skrif-
legum heimildum. Fræðimaðurinn sem ætlar að skýra örnefni þarf
helst að leita uppi staðinn sem nafnið á við og síðan finna efni sem um
hann fjallar og hann telur skipta máli til þess að reyna að túlka nafnið.
Heimildirnar þarf að meta út frá aðferðum heimildarýni. Nýjar upp-
lýsingar geta kallað á nýja tilgátu eða valdið því að breyta þurfi upp-
haflegri tilgátu. Tilgátur sem ekki hafa verið afsannaðar verða grund-
völlur kenninga.
2 Forsendur örnefnaskýringa
Oddvar Nes, málfræðingur í Björgvin, setti fram í grein sinni Nam-
netolking (1987), eftirfarandi fjögur atriði sem gera þurfi kröfu um við
skýringar á fornum örnefnum:
1. Forna nafnmynd ber að skoða í stafsetningarlegu textasamhengi
eins og kostur er. Líta verður á nafnið út frá ritkerfi textans sem
nafnið birtist í. Elstu örnefni í landinu eru eldri en elstu ritheim-
ildir, en þó að málið hafi lítið breyst getur verið munur á upp-
hafsmynd nafns og elstu ritmynd.
2. Ritmyndin er borin saman við nútíðarframburð, ef hann er til,
sem er mikilvægur til samanburðar, sérstaklega ef um mállýskur
er að ræða.
3. Skoða verður málþróun á svæðinu sem örnefnið er á þegar það
er metið.
4. Orðsifjagreiningin tekur mið af málinu sem talað er í landinu. Ef
það gefur ekki niðurstöðu verður að færa leitina út til annarra
germanskra mála og e.t.v. til indóevrópskra mála utan germ-
anska málsvæðisins. Við orðsifjaleit er mikilvægt að a) fara eft-
ir viðurkenndum hljóðsögulegum reglum, b) gæta að merking-
unni, og c) gera grein fyrir orðmynduninni (55).