Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 66

Orð og tunga - 01.06.2010, Síða 66
56 Orð og tunga fræðigreinar, m.a. sagnfræði og fornleifafræði, en á síðari tímum við náttúruvísindalegar og jafnvel raunvísindalegar greinar. í sögulegri grein eins og örnefnafræði oft er, er hvorki hægt að sanna né afsanna tilgátur. Það er ekki hægt að spyrja nafngjafann eða -gjafana hvað honum eða þeim bjó í hug þegar þeir gáfu örnefnið. Örnefnin eru minjar sem varðveist hafa í munnlegum og síðan skrif- legum heimildum. Fræðimaðurinn sem ætlar að skýra örnefni þarf helst að leita uppi staðinn sem nafnið á við og síðan finna efni sem um hann fjallar og hann telur skipta máli til þess að reyna að túlka nafnið. Heimildirnar þarf að meta út frá aðferðum heimildarýni. Nýjar upp- lýsingar geta kallað á nýja tilgátu eða valdið því að breyta þurfi upp- haflegri tilgátu. Tilgátur sem ekki hafa verið afsannaðar verða grund- völlur kenninga. 2 Forsendur örnefnaskýringa Oddvar Nes, málfræðingur í Björgvin, setti fram í grein sinni Nam- netolking (1987), eftirfarandi fjögur atriði sem gera þurfi kröfu um við skýringar á fornum örnefnum: 1. Forna nafnmynd ber að skoða í stafsetningarlegu textasamhengi eins og kostur er. Líta verður á nafnið út frá ritkerfi textans sem nafnið birtist í. Elstu örnefni í landinu eru eldri en elstu ritheim- ildir, en þó að málið hafi lítið breyst getur verið munur á upp- hafsmynd nafns og elstu ritmynd. 2. Ritmyndin er borin saman við nútíðarframburð, ef hann er til, sem er mikilvægur til samanburðar, sérstaklega ef um mállýskur er að ræða. 3. Skoða verður málþróun á svæðinu sem örnefnið er á þegar það er metið. 4. Orðsifjagreiningin tekur mið af málinu sem talað er í landinu. Ef það gefur ekki niðurstöðu verður að færa leitina út til annarra germanskra mála og e.t.v. til indóevrópskra mála utan germ- anska málsvæðisins. Við orðsifjaleit er mikilvægt að a) fara eft- ir viðurkenndum hljóðsögulegum reglum, b) gæta að merking- unni, og c) gera grein fyrir orðmynduninni (55).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.