Orð og tunga - 01.06.2010, Side 67

Orð og tunga - 01.06.2010, Side 67
Svavar Sigmundsson: Um örnefnaskýringar 57 Bæta má við 5. skilyrði við nafnskýringu eða nafntúlkun en það er að nafnið verður að eiga við staðhætti. Nauðsynlegt er að ganga úr skugga um það eftir því sem við verður komið. Bæir hafa verið fluttir og mörg búsetunöfn hafa upphaflega verið nöfn á stöðum í náttúr- unni eða óbyggðri landspildu. Taka verður tillit til landhækkunar eða landsigs, framræslu eða ræktunar o.s.frv. Ef örnefni hefur forlið sem táknar gróður eða dýr verður að sýna fram á að gróður- eða dýrateg- undin hafi átt þar vist þegar nafnið var gefið (SOL, 11). Þegar skýrt hefur verið út hvaða máleiningar eða orð eru í ör- nefninu er næsta skref að koma með „merkingarlega nafnskýringu" (namnsemantisk tolkning), þ.e. að reyna að gefa skýringu á því hvaða merkingu nafngjafinn lagði í örnefnið þegar hann gaf það. Merking einstakra nafnhluta getur verið augljós en merking nafnsins óljós. Við getum tekið nafnið Mælifell sem dæmi. Við vitum hvað so. mæla merkir sem er líklegast að liggi að baki forliðnum, og við vitum hvað fell er, en við vitum ekki vel hvað þau merkja saman í nafninu Mæli- fell. Er það fell sem staða sólar er mæld við á ákveðnum tíma, þ.e. eyktarmark, fell sem menn mæla áttina við, þ.e. átta sig eftir, t.d. á ferð, eða e.t.v. fell sem vegalengd er mæld út frá. Eins og við vitum getur verið erfitt að finna réttu skýringuna af því að erfitt er að setja sig inn í aðstæður og mál og málnotkun löngu liðins tíma. Takmark- ið er að finna sennilegustu skýringuna sem fellur að þeim skilyrðum sem sett voru fram hér að framan. Þegar forn örnefni eru annars vegar getur það verið samvinnu- verkefni margra fræðigreina að komast að ástæðum nafngjafar og merkingu nafns þegar það var gefið. Það getur verið samvinna nafn- fræðings, fornleifafræðings, sagnfræðings, menningarlandafræðings og frjókornafræðings svo að nokkrir fræðingar séu nefndir. Lands- lag breytist á löngum tíma. Hér suðvestanlands hefur orðið landsig sem gerir tjarnir nærri sjó að víkum, Bessastaðatjörn og Seltjörn, svo að dæmi séu nefnd. Aldur byggðar er hægt að tímasetja með land- fræðilegum og jarðfræðilegum aðferðum og aldur bæjanafna eftir því. Þó þarf bær ekki að hafa borið sama nafn alla tíð. Nöfn geta breyst eða nafnskipti farið fram af ýmsum ástæðum. Ekki er alltaf hægt að treysta því að nafn hafi verið nýtt eða nýmyndað á staðnum, heldur getur það verið til komið eftir þekktri fyrirmynd, fyrir áhrif frá öðru örnefni (analogi). Staður getur verið skírður í höfuðið á öðrum stað (uppkallelse) og það nafn þarf ekki að vera norrænt. En oftast gefa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.