Orð og tunga - 01.06.2010, Page 145
Bókafregnir
135
markvissa og árangursríka notkun orðabóka í upplýsingaflóði nútím-
ans þurfi að rannsaka raunverulegar notkunarþarfir og haga efnis-
skipan og framsetningu þannig að hver og einn rati sem best að þeim
upplýsingum sem máli skipta.
Gerð rafrænna orðabókargrunna, sem gegnt geta margvíslegum
hlutverkum, og miðlun orðabókarefnis í rafrænu formi er umræðu-
efni margra greinanna. í því samhengi er kallað eftir róttækum nýj-
ungum og meiri sveigjanleika í efnisskipan (Julia Pajzs), m.a. með því
að stórauka vægi fleiryrtra flettna (Jón Hilmar Jónsson) og innleiða
sveigjanleika í röðun merkingarbrigða eftir því hvaða hlutverki orða-
bókin á að gegna (Robert Lew). Margvísleg skírskotun orðabókarlegra
upplýsinga er einnig til umræðu, m.a. gagnvart tilteknum notenda-
hópum við ákveðnar aðstæður (Patrick Leroyer). Yukio Tono lýsir í
grein sinni þeirri miklu grósku sem er í gerð rafrænna vasaorðabóka
af ýmsu tagi í Japan og bendir á að efni þeirra og efnisskipan mót-
ast enn um of af rótgrónum prentuðum orðabókarverkum. Veflægar
orðabækur með frjálsum aðgangi ryðja sér nú mjög til rúms. Gerard
Meijssen lýsir því hvernig orðabókarkerfin Wiktionary og OmegaWiki
hafa verið byggð upp sem afsprengi alfræðivefsins Wikipedia. Pedro
A. Fuertes-Olivera fjallar í grein sirmi um Wiktionary sem dæmigerð-
an fulltrúa veforðabóka af þessu tagi, í ljósi kenninga Bergenholtz og
Tarp um orðabókarhlutverk og notendaþarfir. Joseph Dung gerir grein
fyrir þeim kröfum sem gera verði til veforðabóka um aðgengileika,
hnitmiðun og umfang. Serge Verlinde og Jean Binon lýsa hlutverki
orðabókarefnis í kerfi námsgagna sem ætlað er erlendum nemendum
í frönsku, þar sem virkur orðaforði er byggður upp með því að sýna
notkun orða í samhengi með textadæmum úr stórri málheild. Rufus
H. Gouws fjallar um breytt stöðlunarhlutverk orðabóka í heimi raf-
rænnar miðlunar þar sem taka þurfi aukið tillit til breytileika í máli og
málnotkun. Zhang Yihua setur fram lýsingu á heildstæðum orðabók-
argrunni fyrir tvímála orðabækur. Loks er að nefna tvær greinar sem
veita innsýn í orðabókarmenningu tveggja landa, Brasilíu (Philippe
Humblé) og Indlands (Raja Saravanan).