Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 5
TMM 2008 · 2 5
Aðalbjörg Bragadóttir
Blóðörn í Flatey
Um Flateyjargátu eftir Viktor Arnar Ingólfsson
Á síðustu árum hefur hreinlega orðið sprenging í vinsældum glæpa-
sagna sem rekja má til nýrrar undirgreinar hennar, menningarlegrar
eða menningartengdrar glæpasögu. Hún einkennist af því að glæpurinn
sem framinn er hverfist um menningarverðmæti og lausn gátunnar
felur í sér menningar- og hugmyndasögulega rannsókn. Á síðustu árum
hefur borið mest á skáldsögunni Da Vinci lyklinum eftir Dan Brown, en
uppruni tegundarinnar er rakinn til bókar sem var ekki síður vinsæl, en
það er Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco, fyrst útgefin árið 1980.1 Hún
fjallar um sakamál meðal munka á fjórtándu öld en lætur ekki þar við
sitja; í henni er sleginn nýr tónn þar sem umræður um heimspeki og
trúarbrögð verða lykilatriði til lausnar á glæpnum. Bókin er mikið
fræðslurit fyrir hinn almenna lesanda sem ekki aðeins kynnist glæpum
og skelfingum heldur einnig heimspekilegum hugmyndum og vanga-
veltum um miðaldafræði.2
Eftir stórvirki Ecos fór boltinn að rúlla. Spænski rithöfundurinn Art-
uro Pérez-Reverte sendi frá sér tvær stefnumarkandi glæpasögur, Ref
skák eða Bríkin frá Flandri (1990) og Dumasarfélagið (1993), en það var
ekki fyrr en nokkrum árum síðar sem fyrrnefnd sprenging varð í ritun
slíkra sagna og eru þær eins misgóðar og þær eru margar. Má nefna til
dæmis aðra bók Dans Brown, Engla og djöfla (2001), Danteklúbbinn
(2003) eftir Matthew Pearl, Belladonnaskjalið (2004) eftir Ian Caldwell
og Flateyjargátu (2002) eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Hún er fyrsta
íslenska glæpasagan sem sver sig í þessa ætt og er aðalefni þessarar
greinar. Fyrir jólin 2005 kom út önnur slík, Þriðja táknið eftir Yrsu Sig-
urðardóttur, og haustið 2006 sendi Arnaldur Indriðason frá sér Kon
ungsbók. Í jólabókaflóðinu 2007 var svo Kalt er annars blóð eftir Þór-
unni Erlu-Valdimarsdóttur þar sem söguþráður Njálu er færður í
nútímalegt samhengi. Í titlum þessara sagna koma oft fyrir heiti lista-