Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 7
TMM 2008 · 2 7
B l ó ð ö r n í F l a t e y
sem dauðinn leynist ekki aðeins í söguframvindunni heldur einnig í
frásagnarforminu.
Þegar menningarlegar glæpasögur eru skoðaðar verður fljótt ljóst að
sagnfræði og menningararfur skipta alltaf miklu máli fyrir fléttuna. Þar
af leiðandi eru þær sögulegar skáldsögur, a.m.k. að einhverju marki, auk
þess að vera klassískar glæpasögur. Um sögulegu skáldsöguna hefur
lengi verið ágreiningur meðal fræðimanna og verður hér látið nægja að
benda áhugasömum á bók Umberto Eco, Postscript to The Name of the
Rose, en þar segist hann hafa ætlað að skrifa sögulega skáldsögu auk
glæpasögu með Nafni rósarinnar.8
Ein fræði enn verða nefnd hér í umfjöllun um innri byggingu menn-
ingarlegra glæpasagna, en það er hugmyndin um póstmódernískar
glæpasögur. Árið 1989 setti Francis Fukuyama fram róttæka kenningu
um að sagan sé á enda.9 Þá hugmynd hefur bandaríski bókmenntafræð-
ingurinn Charles J. Rzepka útfært. Hann telur að þegar ríki séu orðin
kyrrstæð og sagan á enda haldi alþjóðlegur markaður fyrir uppgötvanir
og uppljóstranir samt áfram að vaxa;10 hugmyndin um endi sögunnar
hafi alið af sér nýjar áherslur sem brjóti niður trúna á óhrekjanlegar
staðreyndir. Á þeirri trú hafi vestrænt samfélag dafnað en við niðurbrot
hennar nái glæpasagan að marka sér sess í póstmódernískum heimi
nútímans.
Í stuttu máli afbyggir póstmóderníska glæpasagan hið hefðbundna
glæpasagnaform með því að efast um grundvallaratriðið, morðið. Dreg-
ið er í efa að glæpir hafi raunverulega átt sér stað heldur hefur samfé-
lagið misskilið menninguna og/eða trúarbrögðin. Þetta er einmitt til-
fellið í Da Vinci lyklinum þar sem lesandinn er upplýstur um hvernig
samfélagið hefur hampað hugmyndum sem byggðar eru á misskiln-
ingi.11
Hvenær drepur maður mann?
Eins og áður sagði kom Flateyjargáta út árið 2002. Þá hafði Viktor Arnar
þegar gefið út þrjár glæpasögur. Engin spor (1998) var fyrst íslenskra
glæpasagna tilnefnd til Glerlykilsins árið 2001 og Afturelding (2005)
varð að sjónvarpsþáttaröðinni Mannaveiðum sem sýnd var í Ríkissjón-
varpinu nú í vor.
Flateyjargáta hefst á líkfundi þann 1. júní 1960 úti í Ketilsey. Kjartan
fulltrúi sýslumanns á Patreksfirði mætir þá á svæðið, hlédrægur og
óreyndur. Líkið reynist vera af karlmanni, Gaston Lund, prófessor í
Kaupmannahöfn. Hann kom til eyjarinnar að skoða Aenigma Flat-