Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 9
TMM 2008 · 2 9
B l ó ð ö r n í F l a t e y
margir höfðu reynt sig við, á þann veg að þegar blóðörn sest upp í Flat-
eyjarkirkjugarði sé von á Flateyjarbók úr útlegðinni frá Kaupmanna-
höfn. Bryngeir sannfærði Þormóð Krák um að ef hann fyndi einhvern
tíma sjálfdauðan mann yrði hann að fara með hann í kirkjugarðinn,
setja hann á leiði og rista blóðörn á bak hans, en frá slíkum blóðerni er
sagt í Flateyjarbók. Þetta gerir Þormóður við lík Bryngeirs. Magnús
Hansen réttarlæknir lýsir blóðerninum á Bryngeiri svona:
Þetta hefur verið gert með tveimur kröftugum hnífsbrögðum vinstra megin og
þremur hægra megin. Það má eiginlega frekar kalla þetta högg en hnífsbrögð
því það þarf mikið afl til að ná rifjunum svona í sundur. … Lungu hafa síðan
verið dregin út um sárin og á þeim eru dreifðar grunnar rifur, líklega eftir
rifjaendana. Einnig eru rifur á æðastofnunum sem ganga inn í lungun, til-
komnar á sama hátt.12
Eins og sjá má er þessi aðgerð ekki einföld. Sæmilegan kraft þarf til og
verkið hefur verið afar ógeðfellt. Þormóður Krákur hefur þurft að leggja
sig allan í þessa afskræmingu, en fyrir hvað? Hvað fær gamlan mann til
þess að ráðast svona á liðið lík og stilla því upp í kirkjugarði eyjarinnar?
Svarið liggur í ofsafenginni elsku Þormóðs Kráks á Flateyjarbók.
Þjóðernisarfurinn og „perversjónir“
Með hverjum kafla Flateyjargátu fylgir skáletruð hliðarsaga sem sýnir
að bókin fjallar öðrum þræði um miðaldahandritið Flateyjarbók, hlut-
verk hennar og þjóðararfinn. Hún fjallar einnig um Flatey sem er sam-
félag í útrýmingarhættu og tengsl þess við land og menningu. Þessi
atriði má sjá skýrt þegar persónurnar eru skoðaðar. Það eru alla vega
þrjár persónur sem hafa svo mikinn áhuga á Flateyjarbók að það jaðrar
ekki bara við þráhyggju heldur er orðið vandamál. Aðrar persónur eru
ekki eins djúpt sokknar þó allar hafi þær skilning á bókinni. Aðeins
Kjartan er grunlaus um völd bókarinnar enda er hann málpípa lesand-
ans, utanaðkomandi aðili sem hefur litla sem enga þekkingu á Flateyj-
arbók.
Ljóst er frá fyrstu kynningu að Þormóður Krákur er fulltrúi gamla
tímans. Lifnaðarhættir hans eru gamaldags, hann talar fornlega og les
fornbókmenntirnar og þá sérstaklega Flateyjarbók eins og trúarrit. Í
raun er það fortíðin, menningararfurinn, sem leiðir hann á villigötur,
ekki samtíminn. Þormóður Krákur er nefnilega svo heillaður af Flateyj-
arbók og heimi hennar að hann er tilbúinn til að breyta eins og sögu-