Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Síða 20
20 TMM 2008 · 2
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
grunni er grábrúnt hús með gulu ljósi út um glugga, ofaná húsinu stend-
ur stóra skrímslið og virðist breiða út faðminn móti stórum grænum
snák sem hringast ofan úr loftinu. Bakvið stóra skrímslið lýsir gul sól
sem er greinilega að setjast. Stemningin er strax komin: þó titillinn lýsi
myrkri þá birtist hér ímynd ljósaskipta, mun varhugaverðari tíma. Á
titilsíðu heldur myndmálið áfram að byggjast upp: hér sjáum við
skuggamynd litla skrímslisins, nema að það varpar sjálft skugga sem
kallar fram miklu óhugnanlegri skrímsli. Húmorinn í öllu saman er svo
undirstrikaður með tengslum orða og mynda – bókin fjallar um
skrímsli, eins og kemur fram í titlinum, því er strax spilað á mótsögnina
sem felst í því að skapa draugasögu um hrædd skrímsli.
Skreytum bók með …
Margir hafa gagnrýnt það viðhorf að myndskreytingar í barnabókum
séu einskonar viðbót við hið ritaða mál, ávallt undirskipaðar orðinu á
einhvern hátt en ekki skapandi í sjálfu sér.3 Segja má að myndlýsingar,
líkt og myndin sjálf að einhverju leyti, líði fyrir skort á því sem franski
fræðimaðurinn Pierre Bourdieu kallaði menningarauð. Hann bendir á í
skrifum sínum að til sé „hagkerfi menningargæða“; þetta hagkerfi geng-
ur út á (stigveldisraðaða) aðgreiningu og lýsir ólíku gildismati listaverka
og þar með ólíkri stöðu þeirra innan menningarkerfisins.4 Segja má að
með Dimmalimm myndskreytiverðlaununum, sem stofnuð voru árið
2003, hafi orðið vatnaskil í viðhorfi til myndabóka fyrir börn hér á
landi. Þau undirstrika mikilvægi mynda í barnabókum og sýna framá
að myndir eru ekki aðeins stuðningur við orðin, eitthvað sem gleður
augað eða hvílir lúið barn frá erfiðum lestraræfingum. Í myndabókum
spila myndir og orð saman – og jafnvel sundur, myndin er hluti verksins
ekki síður en orðin og bókstafirnir, þó vissulega sé myndin mis-rjúf-
anleg frá heildarsögunni. Viðurkenningar fyrir myndmál í barnabók-
um auka vonandi skilning á mikilvægi myndanna, auk þess að benda á
þá einföldu staðreynd að ‘lestur’ felur ekki bara í sér lestur á rituðu máli,
heldur býr í orðinu læsi mun víðari heimur skynjunar og túlkunar á allt
frá bókstöfum til lita, borgarkorta til fatastíls.5
Annað menningarfátækt form sem gengur út á samspil orða og
mynda er myndasagan. Þetta kemur greinilega fram í Skrímslum í
myrkrinu en þar er hlutverk myndanna að birta söguna og túlka hug-
myndir hennar, á sama hátt og myndinar í myndasögunum bæta við
orðin, sem síðan bæta við myndirnar og skapa þannig einskonar keðju
gagnverkana. Í bókinni er einnig að finna mikilvægt einkenni mynda-