Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Síða 23
TMM 2008 · 2 23
A f m y n d u m o g s ö g u m
því reyndar fram að myndasögur án orða séu ekki myndasögur og vill
kenna þær við látbragðsleik. Kenning hans er annars sú að myndasagan
sé í raun náskyld leikhúsinu.11 Flestir neita þó að útiloka orðlausar
myndasögur á þennan hátt og leggja áherslu á að myndasagan sé háð
samspili orða og mynda, alveg eins og í myndabókum fyrir börn.12
Myndasögur
Teiknarinn Halldór Baldursson er dæmi um höfund sem er jafnvígur á
myndabækur fyrir börn og myndasögur fyrir fullorðna. Í myndlýsing-
um sínum á smásagnasafni Tove Appelgren, Dýr (2005, þýð. Silja Aðal-
steinsdóttir), leikur hann sér með mörk og tengsl þessara tveggja forma
með eftirminnilegum hætti. Í bókinni eru fjórar sögur um ólík dýr.
Fyrsta sagan er um angórunaggrísinn Snowball sem býr í kjallara inn-
anum gæludýr sem eigendurnir eru orðnir leiðir á. Þar hittir hann eðl-
una Rex og vingast við hana. Sagan um ævintýri leðurblökuungling-
anna er sýnu lengst og umfangsmest. Þá tekur við undarleg saga um
metnaðarfulla urtu og óvænta uppákomu í hennar lífi, og bókin endar á
enn undarlegri örstuttri sögu um gíraffa. Myndirnar leika mikilvægt
hlutverk; sem dæmi má nefna að sagan af loðdýrinu og eðlunni á sér
óvæntan endi í myndlýsingu Halldórs. Sagan segir frá baráttu nagdýrs
og eðlu gegn sameiginlegum óvini, slöngu. Þau verða miklir vinir, svo
miklir reyndar að í sögulok er mynd af fimm glöðum kvikindum,
blendingum úr loðdýri og eðlu! Halldór leikur sér þannig á skemmti-
legan hátt með myndabókarformið og í bókinni skiptast á glæsilegar
heilsíðumyndir í lit og öllu einfaldari teikningar (oft írónískari) í bland
við örstuttar myndasögur og allskonar smáinnskot í myndrænu formi.
Á síðasta ári sendi Halldór frá sér enn einn gullmolann, bókina Drek
inn sem varð bálreiður (2007). Sagan er eftir Margréti Tryggvadóttur og
segir frá dreka í sjálfsmyndakreppu: hann „vissi ekki hvað hann vildi
verða þegar hann yrði stór.“13 En drekinn er svo ‘heppinn’ að hitta
monthana á förnum vegi, í félagsskap fjögurra hæna, og sá er ekki lengi
að benda hetju vorri á ýmsa framamöguleika fyrir dreka: „Það eru nátt-
úrulega til alls konar drekar, til dæmis varðdrekar, garðdrekar og
erindrekar“.14 Ein hænan bendir einnig á að sporðdreki komi til greina,
önnur nefnir flugdreka og þannig halda þau áfram að nefna ólíkar teg-
undir dreka. Það sem gerir þessa litlu sögu að öðru en upptalningu á
drekaorðum eru myndirnar, því Halldór teiknar snilldarlega upp
hvernig dreka-auminginn sér sjálfan sig fyrir sér í ýmsum drekaútgáf-
um. Þessar útgáfur eru skemmtilega ófyrirsjáanlegar. Sporðdrekinn er