Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Síða 24
24 TMM 2008 · 2
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
ekki sá sem við þekkjum í skordýralíki, heldur birtist þar drekinn sem
einskonar haf(meyju)dreki, efri hlutinn sem dreki, neðri hluti sem fisk-
sporður, sömuleiðis er flugdrekinn óvæntur, en í mynd Halldórs birtist
drekinn fljúgandi í krafti fallhlífar sem er spennt um hann miðjan.
Báðar myndlýsingar brjóta því upp það sem lesandi væntir af orðum
eins og sporðdreki og flugdreki. Þannig er leikið á tungumálið og við-
teknar hugmyndir í sérlega vel heppnuðu samspili orða og mynda. Letrið
er einnig notað í myndrænum tilgangi; þegar monthaninn fær hlát-
urskast á kostnað drekans er hann bókstaflega umvafinn hlátri: HA Hí
HO og HÓ mynda hálfhring utanum hanann sem tekur bakföll.
Franska sagan um Sylvíu og drekann eftir Lawrence Schimel og Söru
Rojo Pérez (frumútg. 2005, þýð. Kristín Birgisdóttir 2007) er einnig gott
dæmi um samruna myndasagna og myndabóka. Þetta er mikil áróðurs-
saga um hetjur, prinsessur og dreka, og Sylvíu dreymir um að sjá dreka.
En hún er hvorki prinsessa né gæsastúlka og því er lítil von til að dreki
taki hana til fanga. Eftir að hafa reynt árangurslaust að gera sig að
vænlegu fórnarlambi dreka leggur hún af stað í drekaleit. Hún finnur
drekann sem hefur tekið prinsessuna Míröndu til fanga, en Sylvía
móðgast þegar hann sýnir varasama kynjafordóma og gabbar hann til
að fljúga burt svo hún geti bjargað prinsessunni. Stór hluti myndlýsing-
anna er í anda myndasagna; mikil áhersla er lögð á notkun ramma sem
minna um margt á það hvernig atburðarás myndasagna fer fram í
römmum. Rammarnir eru hugvitsamlega notaðir til að sýna ólík svið
sögunnar, eins og í upphafi þegar Sylvía er kynnt til sögunnar og sagt
frá áhuga hennar á drekum og því að hún sé hvorki prinsessa né gæsa-
stúlka. Í rammanum við hlið textans birtist mynd af stelpu í turni og í
rammanum fyrir ofan textann er mynd af stúlku með röð gæsa á eftir
sér. Og líkt og í bók Appelgren og Halldórs segir síðasta myndin meira
en mörg orð: „Eftir þetta urðu Sylvía og Míranda bestu vinkonur og
lentu að sjálfsögðu í ótalmörgum skemmtilegum ævintýrum saman.“15
Myndin sýnir prinsessuna, sakleysislega með epli í hendi, að lokka til
sín gylltan einhyrning. Uppi í tré situr Sylvía, tilbúin með reipi til að
snara dýrið, og lesandi getur auðveldlega gert sér í hugarlund hvernig
stelpurnar tvær þeysa svo um á baki einhyrningsins.
Bókin er gott dæmi um hvernig myndir spila saman við texta og ýta
undir leik með viðtekin kynhlutverk. Sem dæmi má nefna hvernig
Sylvía æfir sig í skák á móti bróður sínum og sér sjálfa sig fyrir sér sem
riddara. Í framhaldinu veltir hún fyrir sér að dulbúast sem riddari en
hættir við, því riddaraklæði eru þung og hefta hreyfingar. Þess vegna
þarf hún að sigra drekann með klækjum. Hún lýgur því að honum að