Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Qupperneq 26
26 TMM 2008 · 2
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
og Greppibarninu, í afbragðsþýðingum Þórarins Eldjárns. Greppikló
(2003) segir frá ráðagóðri mús og gönguferð hennar um skóginn. Þar
hittir hún fyrir ýmis dýr sem öll vilja éta hana, en hún gerir sig breiða
og segist eiga góðan vin, Greppikló, sem passi uppá hana. Greppikló
lýsir músin sem ægilegu skrímsli, skögultenntu með tryllt augu og langa
tungu. Lýsingunum er svo fylgt eftir með hringlaga stækkuðum mynd-
um af hverju óhugnanlegu smáatriðinu á eftir öðru: tær, klær og
fjólubláir gaddar birtast ljóslifandi á síðunni. Þegar rándýrið flýr í skelf-
ingu glottir músin með sjálfri sér og segir: „Það er ekki til nein greppi-
kló.“18 En viti menn, í því að músin hrósar sigri yfir þessum blekking-
arleik birtist sjálf Greppiklóin út úr skógarþykkninu og ætlar sér músina
í matinn! Myndirnar eru skemmtilega barnslegar, næstum klaufalegar,
skrímslið sjálft einstaklega ólögulegt, en hér er enn eitt dæmi um
skrímsli sem er skapað af ímyndunarafli persóna, eins og óvættirnir í
Skrímsli í myrkrinu.
Í síðari bókinni er Greppiklóin búin að eignast unga sem hún varar
ákaft við óvininum með loðnu eyrun. Svo leggst hún í dvala. En Greppi-
barnið vakir og því leiðist og það er svangt. Það leggur af stað í leit að
snarli en passar sig samt að varast músina ógurlegu. Og hefst nú, líkt og
í fyrri bókinni, ganga um skóginn þarsem hvert dýr er ávarpað á sama
hátt. Í þessum bókum er skapað magískt andrúmsloft einhvers und-
arlega dásamlegs heims dýra og óvætta, hið ímyndaða skrímsli verður í
meðförum teiknarans að mikilli persónu sem á eftir að eignast sinn sess
í myndagalleríi barnabókanna. Greppi-bækurnar eru gott dæmi um
myndabækur sem sameina það sem Áslaug kallar skreytingu og upplýs-
ingu, en þó að orð og myndir séu jafnsterk og myndirnar segi einfald-
lega sömu sögu og orðin, þá eru myndirnar svo frábærlega vel gerðar að
þær bæta miklu við, bara í því hvernig þær tjá það sem orðin segja. Ber
þar sérstaklega að telja svipbrigði dýranna, eins og þegar þau mæna
rándýrslega á músina í upphafi en verða svo skelkuð, sömuleiðis eru
svipbrigði Greppiklóarinnar dásamleg þegar hún sér viðbrögð rándýr-
anna þegar músin nálgast í fylgd Greppiklóarinnar. Þannig er myndin
aldrei bara mynd, samspil hennar við orðin gera hana alltaf að einhverju
meira, líkt og myndin auðgar söguna.
Allar eru þessar bækur mikilvæg áminning um hlut lista og mynda í
daglegu lífi, sérstaklega í tengslum við ritað mál. Mig undrar alltaf jafn-
mikið sú hugmynd sem oft heyrist að myndlýsingar við skáldverk drepi
niður ímyndunaraflið, ekki síst í því ljósi að myndlistarmenn halda því
síðan fram að texti með listaverki hafi sömu áhrif. Ritað mál og mynd
eru gerólík form og geta aldrei komið hvort í stað annars, en myndir við