Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 27
TMM 2008 · 2 27
A f m y n d u m o g s ö g u m
ritað mál geta gefið nýja sýn á það, líkt og orð með myndum opna inn-
sýn í listaverk. Þetta samspil mynda og ritaðs máls er auðvitað það sem
myndasagan gengur útá og hefur gert í meira en öld. Í fullorðinsbókum
eru það helst kápumyndir sem þjóna þessu hlutverki og ber að þakka
sérstaklega fyrir þær miklu framfarir sem orðið hafa í kápuhönnun á
undanförnum árum – þó enn megi gera betur.
Meðal myndabóka fyrir börn eru fjölmargir gimsteinar sem í raun
standa jafnfætis listaverkabókum og öðrum myndverkabókum sem í
daglegu tali eru kallaðar ‘kaffiborðabækur’. Sumar þeirra eru til að
mynda varla barnabækur, eða spanna auðveldlega breiðan aldurshóp.
Dæmi um slíka er bók hins færeyska Bárðs Oskarssonar, Hundurinn,
kötturinn og músin (2007, þýð. Sigþrúður Gunnarsdóttir). Sagan hefst á
því að músin er á vappi og rekst á ostbita. En hún er ekki svöng og henni
leiðist síðan kötturinn hætti að elta hana. Kötturinn nennir ekki að leika
sér við hnykil síðan þau urðu vinir, músin, kötturinn og hundurinn, og
hundinum leiðist því hann má hvorki hlaupa né gelta. Hér hefur eitt-
hvað voðalegt gerst sem lesandi verður að gera sér í hugarlund, líklega
hefur einhverskonar pólitísk rétthugsun fyrirskipað að ekki megi lengur
koma til átaka milli þessara þriggja dýra. En – svo geltir hundurinn og
þá fer allt af stað. Myndir Bárðar eru dásamlega einmanalegar, einfald-
leikinn er í fyrirrúmi en samþættun orða og mynda er svo sterk að þessi
litla saga blæs út og verður að ánægjulega dularfullri upplifun.
Augljósara dæmi um myndabók sem listaverk eru bækur Bruce
McMillan og Gunnellu, Hænur eru hermikrákur (2005) og Hvernig kon
urnar stöðvuðu blásturinn (2007, þýð. Sigurður A. Magnússon), þar eru
málverk Gunnellu innblástur sagnanna. Annað dæmi er Vel trúi ég
þessu! Tólf munnmælasögur með myndum eftir tólf teiknara (2007), en
hún er þannig tilkomin að myndskreytar höfðu samband við Stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í leit að viðfangsefnum, með
það að markmiði að halda sýningu á myndlýsingum. Listafólkinu var
úthlutað sögum sem það síðan myndskreytti með afbragðs góðum
árangri. Hér eru bæði kunnuglegar sögur og minna þekktar, sem allar
öðlast nýtt líf í myndrænum útgáfum. Listafólkið dregur fram ólíka
heima: Freydís Kristjánsdóttir sýnir okkur álfaheiminn bjartan og
bláan, eins og hefðin segir fyrir um, meðan hinn mennski maður er
brúnklæddur og útitekinn, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir töfrar fram
tröllaandlit úr landslagi og náttúruöflum og Sigrún Eldjárn sýnir veru-
lega hrollvekjandi takta í þó glaðlegri mynd af Þorgeirsbola og félögum
hans Skottu og Lalla, sem leika sér að því að nota húð hans sem sleða.
Einna áhugaverðast er einmitt hversu ólíkar tegundir dulúðar og hryll-