Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 29
TMM 2008 · 2 29
A f m y n d u m o g s ö g u m
hefur mikilla vinsælda og segir frá krökkum sem eiga sér leynifélag og
vonast eftir að leysa sakamál til að fá mynd af sér í Mogganum. Teikn-
ingarnar eru eftir Fanney Sizemore og undirstrika vel ýktan frásagn-
armáta sögunnar. Myndabækur Þorgerðar Jörundsdóttur einkennast af
vel heppnuðu samspili mynda og orða; stíll hennar minnir svolítið á
tækni Áslaugar að því leyti að hér er blandað saman teikningum og
klippimyndum. Sagan Mitt er betra en þitt (2006) segir frá tveimur
vinum sem keppast um að lýsa stærð og mikilfengleik væntanlegra
gæludýra sinna. Texti og myndir fléttast fimlega saman í þessum lýs-
ingum á dýrablendingum sem spretta úr ímyndunarafli drengjanna. Á
sama hátt eru myndirnar mikilvægar í Afmæli prinsessunnar eftir Per
Gustavsson (2006, þýð. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir), en þar skapa kóm-
ískar og óreiðukenndar teikningar áhugavert mótvægi við hina klass-
ísku (disneyísku) sýn á fágaðar og fagrar prinsessur.
Svo eru bækur eins og Moli og eggið eftir Susie Jenkin-Pearce og Tina
Macnaughton, Pabbi minn eftir Charles Fuge, Snjóengillinn eftir
Christine Leeson og Jane Chapman, Vetrardagur eftir M. Christina
Butler og Tina Macnaughton (allar í þýðingu Sirrýar Skarphéðins) dæmi
um einfaldar sögur þarsem hlutverk myndskreytingarinnar er fyrst og
fremst að framkalla áhrifamikinn myndheim, eitthvað sem gleður
augað (og stundum snertiskynið, sumar myndanna eru mjúkar og aðrar
með glimmeráferð), en gerir ekki neinar gloríur í myndmáli.
Bækur Bjarkar Bjarkadóttur eru nær bókum Áslaugar og Sigrúnar, en
Björk hefur, líkt og þær, fengið Dimmalimm-verðlaunin. Verðlaunabók-
in Amma fer í sumarfrí (2006) segir frá persónum úr fyrri bókum
Bjarkar, Óla og súperömmu hans, sem að þessu sinni bregða sér í sumar-
frí. Myndir Bjarkar eru skemmtilega barnslegar í dálítið ferköntuðum
og hífuðum stíl, með skökkum sjónarhornum og undarlegri fjarvídd, og
skapa bæði hreyfingu og stemningu. Og það er afar mikilvægt að hafa
augun hjá sér og fylgjast með smáatriðum sem, líkt og í verkum Sigrún-
ar Eldjárn, bæta oft miklu við og gleðja augað.
Þannig býður myndabókin uppá fjölmargar leiðir til að brjóta upp hið
hefðbundna og birta nýja sýn á viðtekin gildi, til dæmis kynhlutverk. Á
sama hátt hefur myndasagan löngum verið pólitískt tæki, allt frá því
þegar R.F. Outcault vakti athygli á lífi innflytjenda og fátæklinga í New
York með myndasögum sínum um gula krakkann undir lok nítjándu
aldar til nýrra áhrifamikilla sagna eins og Persepolis-bóka (2001 og
2003) hinnar írönsku Marjane Satrapi, sem fjalla um klerkabyltinguna í
Íran og samfélagsbreytingar í kjölfar hennar með sérstakri áherslu á hlut
kvenna.