Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 30
30 TMM 2008 · 2
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
Margröddun er hugtak sem rússneski bókmenntafræðingurinn
Mikhail Bakhtin kom fram með á fyrri hluta 20. aldar. Bakhtin áleit að
skáldsagan gæti verið form margröddunar, að þar væri ekki endilega að
finna eina og skýra línu heldur einkenndust sumar skáldsögur af því að
þar tækjust á fleiri en ein rödd, til dæmis raddir ólíkra sögupersóna,
söguhöfundar og svo framvegis. Þó að samræða raddanna skapi tog-
streitu og spennu spila þær þó ævinlega saman og mynda að lokum
heilsteypt verk.19 Myndasagan og myndabókin eru góð dæmi um marg-
röddun, nema þar eru aðalraddirnar orð og myndir, sem hvort um sig
tala sitt tungumál, en skapa á endanum heildstætt verk í samspili og
togstreitu og jafnvel samkeppni sín á milli.
Sjón er sögu ríkari og myndin segir meira en mörg orð eru kunn-
uglegir frasar. Tungumálið er fullt af tilvísunum til þess að sjá og upplifa
og þær tilvísanir eru afar mótsagnakenndar, sumar gefa til kynna ein-
hverskonar ofurvald myndarinnar meðan aðrar gera lítið úr henni. Í
umræðu um myndir og orð hefur orðið löngum haft sterkari stöðu,
allavega á vesturlöndum.20 Hættan er sú, að þegar reynt er að bæta úr
þessu misvægi færist þunginn um of á myndina, með tilheyrandi for-
dómum gagnvart orðinu. Myndabækur og myndasögur búa yfir fjöl-
mörgum blæbrigðum samsetninga mynda og orða, sem allar undir-
strika hvernig þessar tvær leiðir tjáningar geta haldist í hendur, þættast
saman – og sundur – og skapað í sameiningu einstök listaverk sem bjóða
uppá margraddaðar og auðgandi upplifanir.
Grein þessi byggir á fjölda ritdóma sem ég hef skrifað um myndabækur fyrir börn
á Bókmenntavef Borgarbókasafnsins, www.bokmenntir.is.
Tilvísanir
1 Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal, Skrímsli í myrkrinu,
Reykjavík, Mál og menning 2007, án blaðsíðutals.
2 Sjá nánari umræðu um stöðu mynda og hugmyndir um myndir og sjón í grein-
um mínum „Það gefur auga leið: Sjónmenning, áhorf, ímyndir“ í Ritinu, riti
Hugvísindastofnunar, Reykjavík, Háskólaútgáfan 1/2005, bls. 51–82 og „„Vert’-
ekki að horfa svona alltaf á mig“: ímyndir, áhorf, ótti“ í Lesbók Morgunblaðsins,
6. ágúst 2005.
3 Sjá til dæmis grein Áslaugar Jónsdóttur, „Yfir eyðimörkina á merinni Myndlýs-
ingu“, í Börn og menning, 2001, 16 (1), bls. 4–7 og grein Kristínar Rögnu Gunn-
arsdóttur, í Tímariti Máls og menningar, 4:2006, bls. 25–38.
4 Pierre Bourdieu, Almenningsálitið er ekki til, ritstj. Davíð Kristinsson, Atvik 11,
Reykjavík, Ondúrman og ReykjavíkurAkademían 2007. Ritið er greinasafn og