Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Síða 37
TMM 2008 · 2 37
Grete Cox
Bréf til Málfríðar
Í tilefni af því að í vor verður endurútgefin bókin Samastaður í tilverunni eftir Mál-
fríði Einarsdóttur (1899–1983) birtist hér merkileg lýsing á henni eftir danska
vinkonu hennar, Grete Cox, skrifuð jólin eftir að Málfríður lést. Grete fæddist 1936
og fór í sína sögulegu Íslandsferð eftir stúdentspróf 1955. Eins og hún nefnir í
greininni varð dvölin hér lengri en áætlað var eða sex mánuðir. Grete lauk prófi frá
Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn og starfaði síðan sem fréttaritari í Englandi
og Kaliforníu, en þangað fluttist hún 1963, sama ár og hún giftist Bretanum
Michael Cox. Hún hélt áfram að skrifa fréttatengdar greinar fyrir dönsk blöð en
fann loks hilluna sína í því að skrá munnlegar ævifrásagnir gamals fólks, bæði
Dana og Bandaríkjamanna. Hún býr með manni sínum nærri San Francisco, á tvö
börn og þrjú barnabörn. Greinin hefur ekki birst áður á prenti. Hún var þýdd fyrir
Sigfús Daðason, útgefanda Málfríðar, og kemur úr fórum hans. Því miður hefur
ekki tekist að fá upplýsingar um þýðanda og eru ábendingar vel þegnar.
Ef hún er einhvers staðar og veit af mér þar sem ég sit og skrifa henni af
kappi sunnudaginn fyrir jól þá hlær hún. Hún kinkar kolli, jafnvel vitr-
ari en árin sem þó voru mörg: „Ég ásæki þig stelpa, þú hefðir átt að
skrifa.“ Og hún hneggjar hljómmiklum hlátri. Hún vissi að hún mundi
deyja og hún vissi einnig að hún myndi ásækja mig.
Í gær fékk ég bréfið frá Helgu systur minni í Kaupmannahöfn. Þar stóð
að Málfríður hefði látist í október og nú er desember og tími til að skrifa
henni eins og alltaf fyrir jólin. Ég skrifaði henni fyrst af öllum því Ísland
virtist svo fjarri, fyrst frá Danmörku og síðar frá Englandi og Kaliforníu.
Hvernig gat hún dáið áður en ég kom mér til að skrifa henni? Fjanda-
kornið, íslenska norn, hvernig gastu gert mér það? Í fyrra baðstu mig að
skrifa þér fljótlega og oftar, og ég ætlaði mér það en gerði aldrei, og nú
hef ég tíma, minn tíma, en þú ert dáin.
Mig dreymdi hana síðastliðna nótt. Hún leitar á huga minn því ég hitti
hana ung og síðan ekki aftur, og samt bundumst við böndum sem ég veit
ekki hver eru eða voru. Og nú þegar hún er dáin get ég ekki séð hana
greinilega fyrir mér. Jafnvel minningarnar eru óskýrar, aðeins myndbrot