Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Síða 41
TMM 2008 · 2 41
B r é f t i l M á l f r í ð a r
dapurleiki hans og órólegt hjarta var að gera þau sturluð. Þórbergur sá
hann greinilega með þriðja auganu, kúlu í miðju enni, og var svo brugð-
ið að hann gat ekki skrifað og Mammagagga missti röddina, hún sem
aldrei þagnaði.
Að lokum urðu þau að kalla til prest. Þau trúðu ekki á guð, en hempu-
klæddur prestur var sá eini sem gat sært burt drauginn. „Væri þetta
vingjarnlegur andi hefðum við leyft honum að vera, boðið hann vel-
kominn,“ sagði Þórbergur og pússaði þriðja augað þar til það gljáði, „en
ó, hann var illur og blóðþyrstur, grimmur og dapur. Hann varð að fara.“
Mammagagga sagði að hann kæmi enn þó presturinn hefði komið, en
þá færu þau Þórbergur með faðirvorið, sem þau trúðu þó ekki á nema í
þessum eina tilgangi, og þá hyrfi hann smám saman inn í vegginn. Og
Málfríður kinkaði kolli og brosti. Kannski hafði hún einnig séð og
fundið fyrir honum, þessum ólánssama anda í horninu í upphitaðri
nýtískulegri íbúð á þriðju hæð í miðborg Reykjavíkur árið 1955.
Hún kynnti mig einnig fyrir leigjanda sínum, sá var ekki andi heldur
þrekvaxinn ungur Þjóðverji með græðgisleg augu sem loddu við mig.
Hann var trúlofaður stúlku í Kaupmannahöfn en var sífellt að bjóða mér
út. Ég fór í fyrstu en kunni ekki við hann. Hendur hans voru of krefjandi
og mér leið illa í návist hans. Ég sá Málfríði brosa þegar ég sagði nei. Ég
held að hún hafi verið að prófa okkur: Komum þeim saman og sjáum
hvaða efni er í þeim – og ég komst yfir hindrunina og óx í áliti. En norn-
in í henni varð að fá sönnun. Hún þeytti okkur lifandi í pottinn en eftir
það hrærði hún ekki í honum heldur hallaði sér aftur og fylgdist með.
Og stuttu seinna, þegar ég varð ástfangin af ungum einkennisklædd-
um Bandaríkjamanni af Keflavíkurvelli, þá missti hún ekki álit á mér.
Þó sagði hún alltaf að þessir útlendu djöflar ættu að fara heim. En hún
sagði það án illkvittni. Ef til vill gerði hún sér grein fyrir því að þessi
djöfull var listamaður, tónlistarmaður sem unni tónlistinni og frelsinu
meir en mér. Altént tók hún vingjarnlega á móti renglulega Kananum
mínum, bauð honum í te og pönnukökur, eins og nornin í henni vissi að
hann væri aðeins gestur í setustofu hennar, landi hennar og lífi mínu,
þess vegna væri hægt að hlíta reglum gestrisninnar.
Það sem átti að vera vikur á Íslandi varð að mánuðum. Seint um
sumarnótt eftir að rignt hafði og miðnætursólina bar við sjóndeild-
arhringinn og Esjan reis dauffjólublá móti appelsínugulum himni, þá
nótt þegar fólk gat ekki sofið og miðborgin ólgaði af óþreyju og löngun,
féll mágur minn skáldið á regnvotri götunni og braut nokkur bein.
Hjúpaður sárabindum og svo þjáður að ekki mátti flytja hann lá hann
rúmfastur og við urðum um kyrrt. Meðan við biðum þess að bein hans