Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 44
44 TMM 2008 · 2
G r e t e C o x
um Dana? Þá hefði ég von um að sjá þig aftur og hitta börnin þín þegar
þú eignast þau. Helga segir mann þinn myndarlegan og ég vona að hann
sé einnig góður.“
Ég segi henni frá litla kofanum sem við leigjum í Kaliforníuhæðum
og seinna frá húsinu sem við byggðum ofar í hlíðinni, frá háa gráhærða
manninum mínum og tveim nýjaheimsbörnum okkar, frá húsmóð-
urstörfum mínum og tilraunum við skriftir.
Eitt árið segi ég henni að fullur máni hangi eins og risastór gullin hneta
í eikartrénu við gluggann minn. Það ár svarar hún samstundis: „Ég þakka
þér af öllu hjarta fyrir mjög sérstakt bréf, ekki hvað síst fyrir stóra, þrosk-
aða og gullna ávöxtinn sem þú hengdir í eikina til að gleðja ekki aðeins
sjálfa þig heldur einnig forna konu í fjarlægu, frostköldu horni jarðarinn-
ar, þ.e. mig. Ég flýtti mér að líta til himins til að gá hvort þú hefðir tekið
ófrjálsri hendi góða gamla tunglið og var ánægð þegar ég sá það sigla í
suðvestur í áttina til þín, gullið, dásamlegt, hæst á himni. Mundu að það
færir þér kveðju mína næst þegar þú sérð það hæst á himni og lengst í
norðaustri. Ég hef fest fallega mynd þína af tungli Kaliforníu í huga mér
og hún mun ekki víkja þaðan fyrr en löngu eftir jól.“
Seinna, mörgum árum seinna, segi ég henni að ég hafi hitt tónlist-
armanninn, ástina mína, í New York, að hann sé enn sá sami, nú rúm-
lega fimmtugur, að hann hafi aldrei gifst, að hann segi mér að hann njóti
þess að fara á skauta og mér finnist sú íþrótt hæfa honum fullkomlega,
ég geti ímyndað mér hann renna tignarlega yfir ísinn, leggjalangan með
silfraða skauta á grönnum fótum, jafnglæsilegan og viðsjálan og áður, og
hversu fegin ég sé nú að hann unni tónlistinni og frelsinu meir en mér.
Hún gerir engar athugasemdir. Hún er upptekin við að skrifa „þrjár eða
fjórar bækur og jólin eru til ama“.
Og síðar, eftir að hún hefur birt fyrstu skáldsögu sína, skrifar hún:
„Þakka þér fyrir fjörlegt bréf þitt, eða öllu heldur sólargeislann. Fremur
öðru minnir það mig á dúfuna sem Nói sendi frá örkinni og kom aftur
með góð tíðindi. Og nú, jafnvel áður en ég hef lesið bréfið til enda, finn
ég fyrir þörf til að senda góð tíðindi alla leið til Kaliforníu, U.S.A., já
samstundis, á þessari stundu. Því hér er enginn lengur sem hægt er að
trúa fyrir nokkru, ekki ýkja margir sem ég get talað hreinskilnislega við,
nú þegar nær eina vinkona mín er farin til Egyptalands, eða ef til vill
ekki farin þangað því ‘andskotans ormurinn hann Sadat’ vildi ekki
hleypa henni inn í landið.
Það er rokkið og ég er í rökkrinu og hluti af því, undir blýþaki og
þungbúnum himni, og hafið feykir upp blágráum öldum og stormurinn
blæs löngum ísköldum hviðum inn um opinn gluggann.