Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Blaðsíða 46
46 TMM 2008 · 2
G r e t e C o x
skrifar hún, „aum, í uppnámi, ósátt við heiminn, hjartað ískalt, minnið
að bregðast mér, endalausir dapurlegir draumar nótt eftir nótt. Ég geng
ekki á tveim öruggum fótum lengur heldur hökti, alltaf að því komin að
falla og hljóta banahögg. Ég gef frá mér aumkunarverð hljóð brostinni
röddu og allt vegna þess að ég er skyndilega fræg. Sjónin er að gefa sig,
hægt en örugglega. Já, fræg. Bækurnar mínar hafa vakið athygli og fyrri
bókin fékk mjög góða dóma. Sumir eru ævareiðir, ekki hvað síst nokkr-
ir ástkærir ættingjar, sérstaklega þeir sem hvorki hafa viljað heyra mig
né sjá. Aðrir eru verulega ánægðir og þakka mér með stórum, hlýjum
faðmlögum og mörgum kossum.“
Hún segir að það leigi hjá sér ungur rithöfundur, „engli líkastur og
eitt besta sköpunarverk guðs. Hann skrifar 10 kg á ári en þorir ekki
lengur að trúa mér fyrir leyndarmálum, hann óttast að ég geti ekki
þagað yfir þeim.“
Í apríl það sama ár kemur stutt orðsending frá henni með vorvind-
unum, óvænt en velkomin. „Ég er skyndilega orðin fræg,“ tilkynnir hún,
„er boðið til forsetans, menntamálaráðherrans, borgarstjórans. Í þrjá
daga á ég að mæta í móttöku. Verð að kaupa þrjá nýja, síða kjóla, alla
íburðarmikla, þrjú pör af skóm, þrjár hárkollur. Og nýja skapgerð. Hvar
ætli skapgerðir fáist?“ Hún lætur fylgja nokkrar blaðsíður af fyrstu bók-
inni sinni, þýðingu á dönsku sem ég á að þýða á ensku. „Þú lifir með
tungumálinu,“ segir hún, „en fljót, fljót!“
Ég er ekki jafnfljót og hún óskar, en þegar ég er búin er hún ánægð og
segir að við verðum að ljúka við alla bókina, „og vitanlega vinnum við
Pulitzerverðlaunin eða önnur verðlaun, aukum hróður Íslands og græð-
um peninga. Þá get ég keypt mér nýjan sumarkjól og dansað í skóg-
inum.“
Ég vildi, ég vildi. Ég vildi að hún hefði keypt sér nýjan kjól og dansað
í skóginum og að ég hefði þýtt bókina hennar eða að minnsta kosti lesið
hana alla, en ég get ekki lesið íslensku og hin langa leið í gegnum dönsk-
una varð ekki að veruleika og hefði ef til vill ekki gefist vel.
Blaðsíðurnar sem hún sendi mér voru eins og hún sjálf, jafnraunveru-
legar og fáránlegar og jafnkaldhæðnar og blíðar. Ögrun, töfrar, freist-
andi vasaútgáfa af mannlegri tilvist í undarlegum skáldlegum sannleik
sínum. Mér finnst ég svikin, eins og mér hefði verið leyft að kíkja gegn-
um skráargat inn í upplýst herbergi, en dyrnar eru læstar, lykillinn
týndur og ég kemst ekki inn.
Og loks síðasta bréfið, snemma í ár, skjálfandi skrift á tveim síðum,
líkari rúnum en nokkru sinni fyrr. Hún hafði fengið bréfið mitt og 23
ára barnabarn hennar las það fyrir hana „á ekta dönsku, fallega söngl-