Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 57
TMM 2008 · 2 57
F e r ð a r o l l a f r á M i ð j a r ð a r h a f s l ö n d u m
andlegt, sporvagnarnir, kastalinn og ensku sjentilmennirnar, ein-
kennilegir fuglar það.
Við lögðum af stað samdægurs með rútu til London, komum þangað
morguninn eftir og fengum inni á lélegu þriðja flokks hóteli fyrir okur-
verð. Einn bekkjarfélagi okkar, Haraldur Ellingsen, var að nema hag-
fræði í London og tókst okkur að hafa uppi á honum.
Frá Lundúnadvölinni er mér minnisstæðast þegar við komum með
neðanjarðarlestinni í fyrsta sinn inn á Picadillystöðina að kvöldi til og
gengum upp úr jörðinni og inn á torgið í miðri stórborginni með allri
sinni ljósadýrð og umferðarþvögu. Ég hef aldrei orðið jafn bergnuminn
á ævinni.
Í London dvöldum við í nokkra daga, fórum á söfn og gerðum annað
sem túristar gera. Víða gat enn að líta rústir eftir loftárásirnar í stríðinu.
Við kunnum vel að meta bjórstofurnar og veitingarnar sem þar voru á
boðstólum, en við fórum líka á frægan skemmtistað á þeim tíma, Café
de Paris. Þetta var mjög fínn og glæsilegur staður og Haraldur félagi
okkar sagði að þarna kæmu einungis aðalsmenn og auðkýfingar. Þarna
Félagarnir fjórir á Café de Paris: Haraldur Ellingsen, Jóhann Már Maríusson,
Ragnar Aðalsteinsson og Magnús Karl Pétursson.