Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Qupperneq 58
58 TMM 2008 · 2
M a g n ú s K a r l P é t u r s s o n
skemmti fræg kabarettsöngkona, Hermoine Gingold, og þetta sama
kvöld var Ungfrú alheimur kynnt á staðnum eftir keppnina. Ekki höfð-
um við efni á að drekka mikið á þessum stað og fórum því á ódýrari
búllu að loknum málsverði.
Frá London flugum við til Parísar. París og London voru tveir ólíkir
heimar og var París ólíkt glaðværari staður. Á Íslendingabúllunni Sélèct
á Montparnasse hittum við nokkra landa okkar, Jes Þorsteinsson arki-
tekt, Þorvarð Helgason rithöfund og leiklistargagnrýnanda sem reyndi
að afhenda Baldvini Halldórssyni silfurlampann sællar minningar.
Þarna var líka Emil Eyjólfsson sem kenndi lengi við Sorbonne. Allir
þekktu þjóninn á Sélèct, Raymond, sem sagt var að kynni talsvert í
íslensku. Við skoðuðum flest það sem túristar skoða og könnuðum búll-
urnar á kvöldin.
Sest að í Madrid
Til Madridar héldum við með næturlest 25. október. Í nesti höfðum við
tíu potta af bjór og eitt kíló af perum. Við vorum því orðnir harla svang-
ir þegar við loksins komum á leiðarenda að kvöldi þess 26., svefn- og
matarlausir, því við ferðuðumst á þriðja farrými og þar var svefnaðstaða
takmörkuð. Við fundum ódýrt hótel í miðborginni og dvöldumst þar
fyrstu tvo til þrjá dagana meðan leitað var að ódýrari gistingu. Borgin
var mjög framandi miðað við það sem við höfðum áður kynnst. Eitt
urðum við þó strax varir við, Spánverjarnir voru ákaflega hjálpsamir og
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að aðstoða ef eitthvað bjátaði á, en
það gekk stundum brösuglega því við skildum ekkert í spænsku.
Við nýttum okkur vel að búa í miðbænum og skoðuðum hann ásamt
Bandaríkjamanni sem var líka á hótelinu og hafði komið á skellinöðru
alla leið frá Þýskalandi.
Fyrir í Madrid voru Guðjón Jóhannesson síðar taugalæknir, nú lát-
inn, sem var við spænskunám á styrk spænska ríkisins, enda annálaður
tungumálamaður, og Sonja Diego, síðar sjónvarpsfréttamaður og þýð-
andi. Ekki höfðum við félagar mikið saman við hana sælda en Guðjón
varð fljótlega fjórði maður í hópnum okkar. Jón L. Arnalds lögfræðing-
ur dvaldist einnig með okkur á Spáni í desember og janúar.
Eftir nokkra leit fékk ég inni á litlu pensíonati í námunda við háskóla-
hverfið eða Háskólabæinn (Ciudad Universitaria) eins og svæðið heitir
með réttu en á þessu svæði voru bardagar hvað harðastir á fyrstu mán-
uðum borgarastyrjaldarinnar 1936. Barist var hús úr húsi þegar lýðveld-
issinnar í Madrid vörðust uppreisnarhers Francos með aðstoð Alþjóða