Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 59
TMM 2008 · 2 59
F e r ð a r o l l a f r á M i ð j a r ð a r h a f s l ö n d u m
herdeildarinnar (Brigada International), en í henni voru mest vinstri-
sinnaðir sjálfboðaliðar. Þess má geta að í þessari herdeild börðust þrír
Íslendingar, Hallgrímur Hallgrímsson, Aðalsteinn Þorsteinsson, stund-
um nefndur Alli boxari, og Björn Guðmundsson, kallaður Bjössi Spán-
arfari, þótt ekki tækju þeir þátt í bardögunum í Madrid. Hallgrímur
skrifaði bókina Undir fána lýðveldisins um þátttöku sína í bardögunum
í Ebró-dalnum þar sem úrslitaorrustur borgarastyrjaldarinnar voru
háðar. Háskólasvæðið var lagt í rúst í styrjöldinni en endurbyggt eftir
stríð. Deildin sem við innrituðumst í var til dæmis í nýrri byggingu.
Pensíonatið mitt var við götu sem heitir Guzman el Bueno, það var
tiltölulega ódýrt, kostaði 44 peseta á dag. Innifalið var matur, húsnæði
og þjónusta svo sem þvottur. Þarna bjó ég það sem eftir var dvalarinnar
í Madrid. Þar réði ríkjum miðaldra kona sem ég man því miður ekki
hvað hét. Hún hafði upplifað borgarastyrjöldina en var ekki fáanleg til
að tala um þá atburði. Þarna var einnig frændi hennar, maður á þrítugs-
aldri, sem sagður var vera við viðskiptanám en ég fékk á tilfinninguna
að hann fengist við eitthvað annað og meira en námið. Auk þess voru
þarna tveir spænskir stúdentar í landbúnaðarfræðum.
Heimilisfólkið í pensjónatinu á Guzman el Bueno. Frá vinstri: Magnús Karl,
frændinn dularfulli, húsmóðirin og búfræðistúdentarnir.