Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 62
62 TMM 2008 · 2
M a g n ú s K a r l P é t u r s s o n
Fífldjarfir Íslendingar
Falangistahreyfingin stjórnaði öllu í spænsku þjóðlífi sem kennt var við
ungt fólk og þá líka stúdentaráðinu og stúdentapólitíkinni, og í barna-
skólunum byrjaði dagurinn á því að allir sungu Falangistasönginn Cara
al Sol sem þýða mætti „Horfið til sólar“. Ein háskóladeildin, lögfræðin,
var höfð sér, utan við Háskólabæinn, hver svo sem ástæðan var fyrir því.
Að manni læðist sá grunur að það hafi verið gert til að draga úr áhrifum
lögfræðinga og lögfræðistúdenta sem hafi þótt líklegri til að hafa pólit-
ískar skoðanir en aðrir námsmenn.
Hvað um það. Fimmtudaginn 9. febrúar 1956 minntust falangistar
fyrsta stúdentsins sem féll í borgarastyrjöldinni og var sá úr þeirra hópi.
Falangistar fóru fylktu liði um göturnar syngjandi Cara al Sol. Þegar þeir
komu að gatnamótum Alberta og Guzman el Bueno milli klukkan eitt og
tvö um daginn var þar fyrir hópur annarra stúdenta, andstæðingar þeirra,
og sló í bardaga og var skotum hleypt af. Ég heyrði skothríðina enda bjó
ég aðeins nokkrum húsum fyrir ofan gatnamótin. Ég hentist upp en frúin
vildi ekki hleypa mér út, bað mig í guðanna bænum að halda mig innan
dyra og var mjög hrædd og áhyggjufull yfir þessu öllu saman. Ég fór út,
hvað sem tautaði og raulaði, niður á götuna þar sem skotunum hafði verið
hleypt af og í áttina að lögfræðideildinni. Þar var heljarinnar blóðpollur á
götunni. Þarna höfðu fjórir falangistar særst og kúla hæft höfuð eins
þeirra og var honum lengi vel ekki hugað líf en hann hafði það þó af.
Við félagarnir skynjuðum ekki á þeim tíma mikilvægi þessa atburðar,
fórum bara á kaffihús á eftir. En við urðum varir við að einkenn-
isklæddir falangistar stóðu vörð um blóðblettinn í marga daga á eftir.
Ástæðan fyrir þessum átökum var sú að stúdentar í lagadeildinni
vildu fá að stofna sitt eigið stúdentaráð en falangistar höfðu haft töglin
og hagldirnar í stúdentapólitíkinni fram að þessu. Rektor háskólans
studdi hugmyndir lögfræðistúdentanna, svo og ýmsir aðrir innan
háskólans. Þetta var fyrsta uppreisn millistéttarinnar gegn Franco-
stjórninni. Stúdentar komu flestir úr millistéttunum, jafnvel efri milli-
stéttunum sem síður en svo tengdust sósíalisma eða einhverju slíku, en
fram að þessu höfðu allar óeirðir og mótmæli á Spáni verið af hálfu
verkalýðsstéttarinnar. Stúdentahreyfingin var barin niður með harðri
hendi og í kjölfarið var mynduð ný ríkisstjórn, en Franco var að sjálf-
sögðu áfram forsætisráðherra.
Margir stúdentaleiðtogar voru handteknir eftir þetta og það voru
þessir sömu stúdentar sem Guðjón Jóhannesson hitti nokkrum vikum
síðar í fangelsi á Spáni.