Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 63
TMM 2008 · 2 63
F e r ð a r o l l a f r á M i ð j a r ð a r h a f s l ö n d u m
Það bar þannig til að eitt sinn var Guðjón í heimsókn hjá Þóri Helga-
syni og Elvíru konu hans, sem ættuð er frá Kólumbíu, en þau voru þá
nýgift. Meðal okkar Íslendinganna gekk bókin Byltingin á Spáni og borg
arastyrjöldin 1936–1939 eftir Þórhall Þorgilsson bókavörð, en hann var
eins og kunnugt er hallur undir Franco og falangista. Guðjón fékk þessa
bók lánaða hjá Þóri og ætlaði Þórir að fylgja honum áleiðis heim. Á leið-
inni komu þeir við á kaffihúsi skammt frá heimili Þóris og fengu sér í
staupinu. Ekki leið á löngu þar til þeir fóru að rífast við mann á næsta
borði um pólitík og bentu honum á myndirnar í bókinni. Þessi náungi
var falangisti og hét Calle. Guðjón átti það til að vera stríðinn þótt hann
væri dagfarslega prúður og hægur eins og hann átti ætt til, hann var frá
Kleifum í Gilsfirði. En nú fór Guðjón að stríða manninum og syngja
hástöfum: „Hvern þekkið’ í Flóanum kaldari karl en hann Kalla, Kalla,
Kalla frá Hóli?“ Þetta hleypti öllu í bál og brand, náunginn hélt að verið
væri að syngja einhverjar níðvísur um sig, varð hinn reiðasti og rauk á
dyr. Áður en langt um líður birtist hann í dyrunum með alvopnaða
menn úr herlögreglunni, Guardia Civil. Þeir félagar voru samstundis
handteknir, farið með þá á lögreglustöð og bókin gerð upptæk. Þeir voru
síðan settir inn með öðrum afbrotamönnum og hafðir þar í um það bil
sólarhring. Elvíra náði í kólumbíska konsúlinn og gekk hann í ábyrgð
fyrir Þóri þannig að honum var sleppt en Guðjón var fluttur í hlekkjum
í fangelsi í útjaðri Madridar með öðrum tugthúslimum, bæði glæpa-
mönnum og pólitískum föngum. Þar kynntist Guðjón mörgum af stúd-
entaleiðtogunum sem tekið höfðu þátt í uppreisninni 9. febrúar en
einnig stúdentum sem höfðu setið þarna árum saman án þess að mál
þeirra hefðu verið tekin fyrir dóm. Lögum samkvæmt var það stjórn-
valda að ákveða hvenær ætti að taka mál til rannsóknar og dóms þannig
að hægt var að halda mönnum eins lengi inni og stjórnvöldum þókn-
aðist.
Við Ragnar og Jóhann Már vorum um þessar mundir staddir í Malaga
á Suður-Spáni og höfðum því engar fréttir af þessum atburðum. En
íslenska utanríkisráðuneytið blandaði sér í málið, ekki veit ég hvernig
stóð á því. Agnar Kl. Jónsson hafði samband við íslenska konsúlinn á
Spáni en hann var norskur, hét Ole Lökvik og bjó í Barcelona. Hann brá
skjótt við, flaug til Madridar og beitti áhrifum sínum til þess að mál
Guðjóns og Þóris yrði tekið fyrir. Þegar að réttarhöldunum kom var
bókin góða lögð fram til vitnis um að þarna væru kommúnistar á ferð,
en það tókst að sannfæra dómarana um að höfundur væri hlynntur
Franco þótt í bókinni væru myndir af foringjum lýðveldissinna svo sem
Largo Caballero og fleirum. Vegna þeirrar myndar höfðu þeir haldið að