Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Síða 64
64 TMM 2008 · 2
M a g n ú s K a r l P é t u r s s o n
þetta væri kommúnistarit. Málsóknin féll því niður en ekki veit ég
hversu lengi Guðjón sat inni, líklega um það bil þrjár vikur.
Guðjón sat ekki með hendur í skauti í fangelsinu heldur skráði hjá sér
nöfn allra stúdentanna sem þarna voru í haldi, kom miðanum með
nöfnunum fyrir í skónum sínum og komst þannig með þau út. Við
getum rétt ímyndað okkur hvað hefði gerst ef miðinn hefði fundist.
Þessi miði var síðan lagður fram á stúdentaþingi í Sviss árið eftir og átti
sinn þátt í að vekja athygli á hvernig réttarfari var háttað á Spáni og svo
því að stúdentunum var sleppt ekki löngu seinna. Þessi saga er glöggt
dæmi um þá fífldirfsku sem Íslendingar eru stundum haldnir.
Skálað í koníaki frá Bustamante
Ég notaði tækifærið og ferðaðist talsvert um Spán. Í fyrri leiðangrinum
í febrúar 1956 fór ég fyrst til Barcelona með lest, þaðan með ferju til
Mallorca, síðan til Valencia. Á öllum þessum stöðum leitaði ég uppi
landa mína sem ég hafði haft spurnir af. Meðal þeirra voru Hallberg
Hallmundsson ljóðskáld og þýðandi sem var í Barcelona og Baldur
Edwins sem var við nám í spænskri málaralist með áherslu á hefð-
bundna pensil- og litameðferð í Valencia. Frá Valencia hélt ég til Malaga
þar sem þeir Ragnar og Jóhann Már höfðu komið sér fyrir í litlu húsi við
ströndina í þorpi sem hét Pedregalejo aðeins norðan við borgina. Þetta
var mjög ódýrt húsnæði og kom kona úr þorpinu til að elda fyrir okkur,
þvo og þrífa en við félagarnir lágum í sólinni og höfðum það gott, enda
komið fram á vorið og orðið prýðilega heitt. Þarna hittum við ýmsa
útlendinga, m.a. tvo Finna, þá Jussi og Jurri, og Svía sem hét Ankar-
krona og var víst af mjög virðulegri ætt. Ég frétti síðast af honum í flug-
skóla sænska hersins.
Meðan við dvöldumst í Malaga fórum við Jóhann eitt sinn með járn-
brautarlest til Jerez de la Frontera vegna þess að þar var framleitt koní-
akið sem fékkst í Ríkinu og hét Bustamante. Ef maður keypti sér koní-
akspela þá var hann alltaf frá Bustamante. Ekki munu þetta þó hafa
verið neinar guðaveigar. Þegar komið var á áfangastað leituðum við uppi
Bodega de Bustamante. Ekki voru það veglegar byggingar, lágreist
skúraþyrping, en okkur var tekið með kostum og kynjum þegar við
sögðumst vera frá Íslandi. Í pökkunarsalnum var fyrir hópur miðaldra
kvenna sem voru að líma miða á pelana og á þeim stóð Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins. Þeim fannst nokkuð til þess koma að sjá loksins
menn frá þessu landi sem keypti allt þetta Bustamante koníak. Aldrei sá
ég þetta koníak á Spáni.