Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Page 68
68 TMM 2008 · 2
M a g n ú s K a r l P é t u r s s o n
lóninu undir beru lofti en síðan á pensíonati. Frá Feneyjum héldum við
til Rómar þar sem við bjuggum á farfuglaheimili og áttum góða vist.
Við lentum í smá ævintýri í Róm og hefðum líklega staðið uppi slypp-
ir og snauðir ef einhver innri rödd Jóhanns Más hefði ekki sagt honum
að ekki væri allt sem sýndist. Við hittum sem sé mann sem sagðist vera
Ameríkani sem líklega var satt. Hann kvaðst vera flugmaður á leið frá
Indlandi til Bandaríkjanna og sæti uppi með mikið af silkiströngum
sem hann hefði keypt í Indlandi fyrir kaupmann í Róm. En nú væri
verslunin lokuð og því gæti hann ekki hitt manninn til að losna við
strangana en bauð okkur þá til kaups fyrir brot af raunverði. Við gætum
síðan selt kaupmanninum þá næsta dag þegar búðin yrði opnuð. Hann
hafði kallað til sín Ítala sem sýndi okkur búðina og sagði okkur að það
yrði ekkert mál að losna við strangana. Það sýnir hversu bláeygir við
vorum að í fyrstu trúðum við ekki öðru en þetta væru stálheiðarlegir
menn. Aldrei höfðum við lent í svona löguðu á Spáni. Allt í einu datt þó
Jóhanni Má í hug að silkið væri ekki eins verðmætt og látið væri í veðri
vaka. Hann útskýrði fyrir mér grun sinn á íslensku en ég maldaði í
móinn fyrst í stað, áfjáður í að græða peninga, en Már kom fyrir mig
vitinu. Þegar við fórum að tala íslensku urðu Ameríkaninn og Ítalinn
mjög órólegir og spurðu hvað við værum að tala um. Við skipuðum
þeim að stöðva bílinn og komum okkur út. Þeir voru með hálfgerðan
hundshaus og fannst þetta ómerkileg framkoma af okkar hálfu gagnvart
mönnum sem ætluðu að gera okkur ríka.
Næsti áfangi ferðarinnar var Júgóslavía. Enn var ferðast með járn-
brautarlest og farið norður eftir fyrir botn Adríahafsins til Tríeste sem
hafði verið mjög í fréttum árin á undan. Borgin hafði um aldaraðir til-
heyrt Austurríki en eftir síðari heimsstyrjöld náðu hersveitir Títós
henni á sitt vald um tíma. Hún var síðan fríríki til 1954, en þegar hér var
komið sögu tilheyrði sjálf borgin Ítalíu en næsta nágrenni hennar Júgó-
slavíu.
Ferðinni var heitið til Zagreb. Við skiptum um lest á landamærunum
og héldum áfram í júgóslavneskri lest. Við lentum í klefa með ungum
manni sem bjó á þessum slóðum. Hann sagði okkur frá ýmsum
grimmdarverkum nasista, svo sem þegar þeir ráku stóra hópa af fólki út
á ísinn á ánum og drekktu því undir ísnum.
Við dvöldumst í Zagreb í nokkra daga. Þar var verð á öllu mjög lágt,
líka matur á veitingahúsum og hótelgisting en hvorugt var upp á marga
fiskana. Allt var mjög fátæklegt. Á götum var nánast engin bílaumferð
og varla nokkrir fólksbílar, einstaka flutningabíll. Fólkið var mun
fátæklegra til fara en Ítalir og allt bar vitni um hörð lífskjör. Við mætt-