Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Síða 76
76 TMM 2008 · 2
B r a g i Þ o r g r í m u r Ó l a f s s o n
mörgum, er mjög lesa rit þessi; illt er það líka að taka þessháttar sjer til fyrir-
myndar, sem ekki er unnt að breyta eptir og getur alls ekki átt við þennann heim
nje mannlegt eðli, en vakir einungis fyrir ímynduninni (Ideal). Enn verra er þó
að lesa þessháttar skemmtirit, er lýsa bófum og öðrum þessháttar mönnum, þar
mjög er hætt við, að menn hljóti illt af því það leiði menn út í einhverja óhæfu, en
þó er verst að lesa þessháttar rit til að hafa mennina sjer til fyrirmyndar.13
Eflaust hefur kennurum skólans litist vel á þau viðhorf sem birtust í
ritgerðum piltanna, enda þurfti að innræta rétt hugarfar ungum mönn-
um sem voru á leið út í lífið og áttu að öllum líkindum embættismanns-
feril fyrir höndum.
Þegar leið á öldina jókst prentað efni til muna og landsmenn kynntust
fjölbreyttara efni en áður.14 Þá tóku ýmis blöð að birta erlendar neð-
anmálssögur sem urðu mjög vinsælar enda gátu lesendur klippt sög-
urnar út og látið binda inn.15
Rómanar voru þó enn umdeildir meðal skólapilta. Veturinn 1876–
1877 var lögð fram ritgerð um rómana í einu skólafélagi Lærða skólans,
Bandamannafélaginu. Þar segir höfundur, sem var ónafngreindur:
„Eigum vjer að lesa rómana, eða eigi?“ Þetta er hið stóra spursmál, sem vjer erum
hvað eptir annað að leggja hver fyrir annan. „Þeir gjöra menn svo „forskrúfaða“,
svo lata og hirðulausa um fögin, svo hætt við skotum, svo poetiska o.sv.frv.“ segja
flestir. „Það eru bækur, sem menn hafa ekkert gagn af, og gjöri þeir menn ekki
beinlínis „demoraliseraða“, þá eyða þeir að minnsta kosti hinum dýrmæta tíma
vorum frá öðru þarfara námi“ segja aðrir.16
Í ritgerðinni kemur fram að óttinn við rómana byggist meðal annars á
því að í slíkum sögum séu dregnar upp ofureinfaldar og yfirdrifnar
myndir af heiminum og mannfólkinu. Þannig séu persónur þessara
bókmennta annaðhvort algóðar eða alslæmar. Hinn ónafngreindi höf-
undur telur að það sé erfitt fyrir íslenska lesendur að verða „yfir-
spennta“ af lestri rómana, eins og andstæðingar þeirra telja, vegna þess
hve kalt blóð sé í Íslendingum – jafnvel þó þeir lesi franska rómana
„sem flestir telja versta af öllum“. Þá segir höfundurinn að andstæð-
ingar rómana álíti að með lestri rómana verði maður „vitlaus eptir
hverri stelpu“ og dragi huga hans frá námsefninu. Höfundurinn telur
þetta fjarstæðu, og bendir á að menn geta orðið fullkomlega ástfangnir,
þó þeir hafi aldrei litið í rómana. Hann tekur dæmi af vinnumanni sem
hann þekkti, sem var varla læs og „hafði ekki einu sinni lesið Manna
mun.“ Höfundur bætir við: „Hann varð svo skotinn að hann gat varla
sofið eða jetið, og þegar stúlkan hryggbraut hann, þá varð hann hálf-