Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 77
TMM 2008 · 2 77
D e i l u r u m l e s t u r r ó m a n a
geðveikr. Eg efast um, að hann hefði getað orðið öllu ákafar skotinn,
þótt hann hefði lesið einhvern róman, og það jafnvel þótt hann hefði
verið franskr.“17
Deilur innan skóla og utan
Bókaval skólapiltanna var einnig til umræðu utan skólans. Í desember
árið 1879 birtist stutt grein í Ísafold eftir ónafngreindan höfund sem var
afar óánægður með þær bækur sem skólapiltar Lærða skólans höfðu
ánafnað Íþöku, bókasafni skólans. Hinn ónafngreindi höfundur sagði
að í safninu væri eflaust mikið af vönduðum ritum, en lagði þunga
áherslu á að í bókasafninu „flýtur með það versta, viðbjóðslegasta og
óhollasta rusl af eitruðum skröksögum, helzt frakkneskum, fullum af
losta, ljettúð og siðleysi“ og nefndi sem dæmi danskar þýðingar á ritum
eftir frakkana Eugéne Sue (1804–1857) og Paul de Kock (1793–1871).
Höfundurinn furðaði sig á því að piltarnir gætu laumað slíkum ritum
inn í ritakost bókasafnsins og taldi þar vera skort á eftirliti kennara.
Hann bætti jafnframt við:
Það er svo mikið til af góðum og menntandi skemmtiritum á öllum málum, bæði
sagnaritum, ferðabókum og skáldmælum, að ekki þurfti að gefa neinum kost á,
að gleypa við þessu andlega eitri eða saurga hugi og sálir hinna ungu með eins
banvænni fæðu, eins og t.d. Familien Jouffroy. Frakkar kalla sjálfir þess konar
bækur „dónarit“ (lecture de portier) …18
Það voru greinilega ekki allir á sama máli og þessi ónafngreindi höf-
undur, því rómanar voru vinsælir til útláns á Landsbókasafninu. Í Ísa
fold í júní 1883 skrifaði Jón Árnason bókavörður (1819–1888) stutta
skýrslu um safnið og starfsemi þess fyrir árið 1882. Þar kemur fram að
langvinsælustu bækur safnsins það ár hafi einmitt verið „útlendar
skemmtisögur (rómanar)“ en þær hafi verið mest lánaðar til notenda.
Jón virðist ekki hafa verið sérstaklega ánægður með þennan bók-
menntasmekk, því hann bendir á að á opinberum bókasöfnum erlendis
séu slík rit ekki lánuð út „af því engin þörf sýnist vera á því, að hið
opinbera styrki menn til þess að ná í bækur opt lítt nýtar, sjer til dægra-
styttingar.“ Jón vildi vekja umræðu um þetta mál og kanna hvort taka
ætti upp sömu vinnubrögð við Landsbókasafnið.19
Frændi Jóns, Ólafur Davíðsson (1862–1903), var við nám í Lærða
skólanum á þessum tíma og var líklega ekki sammála Jóni um lestur
rómana, því í dagbók sinni frá 1. nóvember 1881 segist hann ekki hafa