Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 88
88 TMM 2008 · 2
Me n n i n g a rv e t t va n g u r i n n
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stund
Pílagrímsferð til Parísar
Eina fermingargjöfin mín sem enn er í notkun er bókin Íslenskir pennar – sýn
isbók íslenskra smásagna á tuttugustu öld sem Setberg gaf út 1956. Hún var
mikill happafengur. Strax fjórtán ára kynntist ég mörgum helstu höfundum
þjóðarinnar, meðal annars ungliðunum Thor Vilhjálmssyni, Indriða G. Þor-
steinssyni og Ástu Sigurðardóttur. Saga Thors í safninu er „Snjór í París“,
dýrleg lýsing á viðbrögðum fólks af ólíku tagi við því þegar snjóar í heimsborg-
inni. Þetta voru fyrstu kynni mín af París, og þar lærði ég mitt fyrsta franska
orð: Merde! Í sögunni ræður kuldinn ríkjum og því hefði ekki átt að koma mér
á óvart hvað það var kalt í París í júní 1980 þegar ég kom þangað í fyrsta sinn.
En ég var óviðbúin og mér varð svo kalt að mig langaði aldrei þangað aftur –
fyrr en ég las annan Parísarmann, Sigurð Pálsson. Minnisbók hans sem fékk
Íslensku bókmenntaverðlaunin í febrúar blés í gömlu glæðurnar frá Thor, og
ég var ekki í rónni fyrr en ég var búin að fá húsnæði í París yfir páskana.
Í þetta sinn var ég reiðubúin, vædd ull og flísi, vettlingum og treflum, enda
eins gott. Fyrsta daginn fór gestgjafi okkar, bandaríski sagnfræðingurinn John
Baldwin, sérfræðingur í miðaldaborginni París, með okkur í langa göngu um
eyjarnar tvær í Signu, þar sem borgin á upphaf sitt, Île de la Cité og Île St Louis,
sýndi okkur og sagði frá svo öll sagan varð ljóslifandi. Sú ferð endaði undir
L‘Archevêché-brúnni í grenjandi hagléli! Aldrei varð veðrið alveg eins vont
eftir það.
En það var ekki miðaldaborgin París sem við vorum komin til að kanna
heldur París á árunum upp úr 1967 þegar prestsonurinn Sigurður Pálsson („fils
de pasteur“ eins og stúlkurnar á Carrousel kölluðu hann) var þar við nám. Við
vildum uppgötva borgina á ný með honum, „vera á reiki, finna án þess að leita,“
eins og segir í Minnisbók, í þessari borg „sem öðrum borgum fremur býður
upp á hugljómandi óragöngur.“ Helst vildum við þó finna slóðir Sigurðar og
húsin sem hann hafði búið í, ort í og ort um, þau sem væru innan marka góðra
túristakorta.
Ekki varð ég lítið upprifin þegar ég uppgötvaði að gatan sem gestgjafar
okkar, John Baldwin og kona hans, danski norrænufræðingurinn Jenny
Jochens, bjuggu við, rue de Bièvre, var hreinlega næsta gata við Götu meistara