Tímarit Máls og menningar - 01.05.2008, Side 89
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 2 89
Alberts sem Sigurður bjó við á örlagaþrungnum tíma í lífi sínu. Það var einmitt
meðan hann var þar sem „ákveðin miðjusetning“ varð í lífi hans: „Fullvissan
að kjarninn í lífi mínu yrði ritun, skriftir.“ Þar uppgötvaði hann, með hjálp
Rainers Maria Rilke, hvað hversdagsleikinn er óendanlega merkilegur. Það
hefur honum ekki gleymst síðan.
Á þeim árum var þetta fátækrahverfi þar sem blankir stúdentar gátu fengið
ódýr herbergi, þó í hjarta borgarinnar sé, steinsnar frá hinni miklu vorrar
frúar kirkju, Notre Dame. Núna er Latínuhverfið löngu komið í tísku og íbúð-
arverð þar geipilegt. Lengst bjó Sigurður á númer 3, rétt við Signubakka, og við
mændum aðdáunarfull upp eftir húsinu svo vegfarendur störðu á okkur
hissa.
Strax á öðrum degi gengum við með Sigríði Albertsdóttur, sem situr í París
og skrifar doktorsritgerð um ljóð Sigurðar Pálssonar, eftir Boulevard Saint
Michel upp á Montparnasse og unnum okkur ekki hvíldar fyrr en á kaffihús-
inu Sélèct, þar sem Sigurður hélt upp á fyrstu jólin sín í Frakklandi. Þar bað ég
um mjólkurkaffi, café au lait, og fékk mér til mikillar ánægju allstóra könnu af
heitu og sterku kaffi og aðra jafnstóra af sjóðheitri mjólk. Alveg er ég viss um
að þjónninn vissi hvaðan við vorum og mikið má vera ef hann þekkir ekki
SP.
Næstu daga gengum við tugi kílómetra, aðallega könnuðum við Le Marais-
hverfið – Mýrina, eins og Sigurður kallar það. Meðal annars fundum við húsið
númer 5B við Rósarunnagötu og horfðum full lotningar á það. Þó er ekki enn
komið skilti á það um búsetu Sigurðar, eins og spáð var; það kemur þegar
bókin er komin út á frönsku. Meðan við mændum upp á 5B komu slangrandi
tveir ungir menn, annar afar drukkinn, með gyðingakolluna sína skakka á
höfðinu. Það voru einu merkin sem við sáum um þá íbúa götunnar sem SP
segir gleggst frá.
Daginn sem við skoðuðum Picasso-safnið leituðum við líka uppi húsið við
Götu hinnar gömlu frá Hofi þar sem Sigurður hætti að reykja. Í grennd við það
fundum við pínulítið kaffihús þar sem gamall maður var allt í öllu, pöntuðum
hjá honum kaffi og kökur og hann var svo hufflegur að hann kvaddi okkur
með handabandi þegar við fórum. Það stafaði ábyggilega af því að ég reyndi að
biðja um allt á frönsku þótt snúið væri. Annars fannst okkur Frakkar ennþá
fremur hranalegir við ferðamenn sem ekki mæla á frönsku, þó að okkur hefði
verið sagt að þeir væru hættir því. Og um að gera fyrir alla sem geta sagt þó
ekki sé annað en bon jour að nota sér þá kunnáttu við öll tækifæri. Það gerir
strax gæfumuninn.
Það besta við París í bók Sigurðar er hvað borgin verður hlý og góð, þess
vegna ættu Frakkar að þýða hana og dreifa um heimsbyggðina. Það eru allir
svo undur vænir við prestsoninn ofan af Íslandi, og við lesturinn verður manni
ósjálfrátt furðulega hlýtt til þessarar þjóðar.
Þó að þetta væri pílagrímsferð í spor SP báðum við matargesti Johns og
Jennyar eitt kvöldið að velja handa okkur einn stað – bara einn! – sem þeim
fyndist við verða að sjá. Eins og við var að búast var stungið upp á bátsferð um